Meðvitaður um stöðu sína hjá Man Utd en vill ólmur vera áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2024 23:31 Erik ten Hag hefur þjálfað Man United undanfarin tvö tímabil, unnið tvo titla og farið með liðið í alls þrjá úrslitaleiki. Matthew Peters/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, er sagður meðvitaður um stöðu sína hjá félaginu en vill ólmur vera þar áfram þrátt fyrir að Man Utd hafi skoðað þjálfaramarkaðinn í sumar. Man United átti arfaslakt tímabil en endaði tímabilið þó vel með deildarsigrum á Brighton & Hove Albion sem og Newcastle United. Þá stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City. Það má færa rök fyrir því að slæmt gengi liðsins hafi ekki verið alfarið Ten Hag að kenna þar sem meiðslavandræði þess voru einfaldlega endalaus. Þá gat hann ekki styrkt hópinn að viti síðasta sumar og þeir sem komu inn voru annað hvort mikið meiddir eða andlega fjarverandi. Eftir að tímabilinu lauk var ljóst að mikið að breytingum myndi eiga sér stað eftir innkomu Sir Jim Ratcliffe sem minnihluta eigenda. Hinir ýmsu þjálfarar hafa verið orðaðir við Man United og er næsta öruggt að félagið hafi rætt við Thomas Tuchel en hann átti arfaslakt tímabil með þýska stórveldinu Bayern München og var í kjölfarið látinn fara. Sky Sports hefur nú greint frá því að Ten Hag sé meðvitaður um stöðu sína í Manchester og hann skilji vel að félagið hafi tekið stöðuna á öðrum þjálfurum. Það breyti því hins vegar ekki að Ten Hag vill ólmur halda áfram sem þjálfari liðsins og vonast til að vera á hliðarlínunni þegar nýtt tímabil fer af stað. Erik ten Hag is aware of reports Manchester United have been in contact with other managers. He has always wanted to stay at United but is realistic when it comes to expectations about his future 🔴 pic.twitter.com/YwyYnYlQ6i— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Sem stendur er alls óvíst hvort af því verður en það virðast ekki margir ákjósanlegir kostir í stöðunni. Svo er einfaldlega spurning hvort Man Utd hafi tíma í að skipta um þjálfara ef horft er í hversu mikil vinna er framundan að uppfæra leikmannahóp liðsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Man United átti arfaslakt tímabil en endaði tímabilið þó vel með deildarsigrum á Brighton & Hove Albion sem og Newcastle United. Þá stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City. Það má færa rök fyrir því að slæmt gengi liðsins hafi ekki verið alfarið Ten Hag að kenna þar sem meiðslavandræði þess voru einfaldlega endalaus. Þá gat hann ekki styrkt hópinn að viti síðasta sumar og þeir sem komu inn voru annað hvort mikið meiddir eða andlega fjarverandi. Eftir að tímabilinu lauk var ljóst að mikið að breytingum myndi eiga sér stað eftir innkomu Sir Jim Ratcliffe sem minnihluta eigenda. Hinir ýmsu þjálfarar hafa verið orðaðir við Man United og er næsta öruggt að félagið hafi rætt við Thomas Tuchel en hann átti arfaslakt tímabil með þýska stórveldinu Bayern München og var í kjölfarið látinn fara. Sky Sports hefur nú greint frá því að Ten Hag sé meðvitaður um stöðu sína í Manchester og hann skilji vel að félagið hafi tekið stöðuna á öðrum þjálfurum. Það breyti því hins vegar ekki að Ten Hag vill ólmur halda áfram sem þjálfari liðsins og vonast til að vera á hliðarlínunni þegar nýtt tímabil fer af stað. Erik ten Hag is aware of reports Manchester United have been in contact with other managers. He has always wanted to stay at United but is realistic when it comes to expectations about his future 🔴 pic.twitter.com/YwyYnYlQ6i— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Sem stendur er alls óvíst hvort af því verður en það virðast ekki margir ákjósanlegir kostir í stöðunni. Svo er einfaldlega spurning hvort Man Utd hafi tíma í að skipta um þjálfara ef horft er í hversu mikil vinna er framundan að uppfæra leikmannahóp liðsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira