Hættur að spá fyrir um þjálfaramál Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 12:30 Ten Hag er enn þjálfari Man Utd. Catherine Ivill/Getty Images Hinn áreiðanlegi David Ornstein, blaðamaður The Athletic, segir að hann sé hættur að reyna spá fyrir um hvað gerist í þjálfaramálum Manchester United. Hann ætli einfaldlega að bíða og sjá hvað gerist. Eins og hefur margoft komið fram í sumar, og undanfarna mánuði raunar, þá er staða Erik Ten Hag hjá Man United heldur veik. Hollendingurinn endaði tímabilið þá á jákvæðu nótunum með því að leggja Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Síðan þá hefur hins vegar hinn og þessi verið orðaður við Man United en það er ljóst að Ten Hag vill ólmur vera áfram. Fyrir skemmstu var staðfest að Thomas Tuchel myndi ekki taka við en þessi fráfarandi þjálfari Bayern München átti líklega erfiðara uppdráttar en Ten Hag á síðustu leiktíð. Sömu sögu er að segja af Mauricio Pochettino sem lét af störfum sem þjálfari Chelsea að tímabilinu loknu. Sky Sports greindi frá því í gær, mánudag, að Pochettino væri ekki lengur á blaði hjá Man United. Sky ræddi við Ornstein um stöðu mála hjá Man Utd og Ten Hag. „Ég hef gefist upp á að spá fyrir um hvað gerist því ég er ekki viss að Man United viti það sjálft,“ sagði Ornstein í viðtali við Sky. "I've given up predicting what will happen, it needs to come to a head"The Athletic's David Ornstein reviews the managerial situation at Manchester United 🔴 pic.twitter.com/U4zkyRSLU4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Tuchel og Pochettino eru þau tvö af þremur nöfnum sem hafa verið hvað mest verið orðuð við Man United undanfarnar vikur. Þriðja nafnið er svo Gareth Southgate en það er talið næsta öruggt að hann hætti sem landsliðsþjálfari Englands fari svo að Englendingar standi ekki uppi sem Evrópumeistarar í júlí. Sem stendur er Ten Hag hins vegar þjálfari liðsins og nú er bara að bíða og sjá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira
Eins og hefur margoft komið fram í sumar, og undanfarna mánuði raunar, þá er staða Erik Ten Hag hjá Man United heldur veik. Hollendingurinn endaði tímabilið þá á jákvæðu nótunum með því að leggja Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Síðan þá hefur hins vegar hinn og þessi verið orðaður við Man United en það er ljóst að Ten Hag vill ólmur vera áfram. Fyrir skemmstu var staðfest að Thomas Tuchel myndi ekki taka við en þessi fráfarandi þjálfari Bayern München átti líklega erfiðara uppdráttar en Ten Hag á síðustu leiktíð. Sömu sögu er að segja af Mauricio Pochettino sem lét af störfum sem þjálfari Chelsea að tímabilinu loknu. Sky Sports greindi frá því í gær, mánudag, að Pochettino væri ekki lengur á blaði hjá Man United. Sky ræddi við Ornstein um stöðu mála hjá Man Utd og Ten Hag. „Ég hef gefist upp á að spá fyrir um hvað gerist því ég er ekki viss að Man United viti það sjálft,“ sagði Ornstein í viðtali við Sky. "I've given up predicting what will happen, it needs to come to a head"The Athletic's David Ornstein reviews the managerial situation at Manchester United 🔴 pic.twitter.com/U4zkyRSLU4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 10, 2024 Tuchel og Pochettino eru þau tvö af þremur nöfnum sem hafa verið hvað mest verið orðuð við Man United undanfarnar vikur. Þriðja nafnið er svo Gareth Southgate en það er talið næsta öruggt að hann hætti sem landsliðsþjálfari Englands fari svo að Englendingar standi ekki uppi sem Evrópumeistarar í júlí. Sem stendur er Ten Hag hins vegar þjálfari liðsins og nú er bara að bíða og sjá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira