Erlent

Vara­for­seti Malaví á meðal tíu látinna

Jón Þór Stefánsson skrifar
Saulos Chilima ásamt Bjarna Benediktssyni í opinberri heimsókn þess síðarnefnda í Malaví.
Saulos Chilima ásamt Bjarna Benediktssyni í opinberri heimsókn þess síðarnefnda í Malaví. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ

Brak flugvélar sem var að flytja Saulos Chilima, varaforseta Malaví, hefur fundist í fjalllendi í norðurhluta landsins. Enginn sem var um borð í vélinni komst lífs af.

Vélin hvarf af ratsjám í slæmu veðri í gær eftir að hún tók á loft frá flugvelli í Lilongwe, höfuðborgar Malaví.

Um borð voru tíu manns, en þar á meðal var hinn 51 árs gamli Chilima og eiginkona hans og nokkrir hermenn.

Chilima var á sínu öðru kjörtímabili sem varaforseti Malaví og þótti líklegur frambjóðandi fyrir síðustu forsetakosningar sem fóru fram 2022.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór í opinbera heimsókn til Malaví. Þar tók Chilima á móti Bjarna á flugvellinum.

Ferð Bjarna vakti athygli í afrískum fjölmiðlum vegna ferðamáta hans. Hann kom með farþegaflugi og var sagður lítillátur í samanburði við forseta Kenía sem hafði nýlega farið í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í rándýrri einkaflugvél.


Tengdar fréttir

Bjarni sagður lítillátur í samanburði við Keníuforseta

Opinber heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Malaví er sögð lítillát í samanburði við ferðalag William Ruto, forseta Kenía, til Bandaríkjanna. Kenískir fjölmiðlar fjalla um ferðalög stjórnmálamannanna tveggja, en Bjarni fór með farþegaflugvél í sína heimsókn á meðan sérstök einkaflugvél var leigð fyrir ferðalag Ruto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×