Stilla upp harðlínumönnum til að fylla skarð Raisi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 07:00 Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins, er sagður annar af tveimur líklegum eftirmönnum Ebrahims Raisi sem forseti Írans. AP/Vahid Salemi Flestir sex frambjóðenda sem hlutu náð fyrir augum nefndar sem metur forsetaframbjóðendur í Íran eru íslamskir harðlínumenn. Fyrrverandi samningamaður í kjarnorkumálum er talinn líklegur eftirmaður Ebrahims Raisi sem fórst í þyrluslysi. Forsetakosningar í Íran fara fram 28. júní. Boðað var til þeirra eftir að Raisi fórst í þyrluslysi í afskekktu fjalllendi í norðvesturhluta Írans í maí. Raisi var lærlingur Ali Khamenei, æðstaklerks Írans, og jafnvel talinn líklegur eftirmaður hans. Áttatíu manns skráðu sig í framboð en svonefnt varðmannaráð valdi sex úr hópi þeirra til að vera í framboði á sunnudag. Nefndin, sem er skipuð klerkum og dómurum, metur frambjóðendur og hvort þeir séu hliðhollir byltingunni og íslömskum gildum. Nær allir þeirra sem voru valdir til framboðs eru harðlínumenn sem eru líkt þenkjandi og Khamenei, raunverulegur leiðtogi Írans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá sem er talinn eftirlæti Khamenei er Saeed Jalili, fyrrverandi formaður þjóðaröryggisráðs Írans og samningamaður landsins í kjarnorkumálum. Hann bauð sig fram árið 2013 og skráði sig í framboð 2021 en dróg það til baka til að styðja Raisi. Hann er sagður hafa tafið viðræður við heimsveldin ítrekað þegar þau reyndu að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun landsins á meðan stjórnvöld í Teheran héldu áætluninni áfram óáreitt. Jalili er lýst sem harðlínuíslamista með enga stjórnunarreynslu. Lítið raunverulegt val Mohammad Baqer Qalibaf, forseti íranska þingsins, þykir einnig eiga nokkuð góðar líkur á sigri. Hann var áður herforingi við byltingarvörðinn en hefur einnig gegnt embætti ríkislögreglustjóra og borgarstjóra höfuðborgarinnar Teheran. Hann bauð sig fram í forsetakosningum 2005 og 2013 en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann dró sig í hlé í kosningunum árið 2017 til þess að hjálpa Raisi sem var þá í framboði. Sem herforingi tók Qalibaf þátt í að berja niður mótmæli háskólanema af hörku árið 1999, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann er sagður hafa skipað lögreglumönnum að skjóta á námsmenn aftur árið 2003 þegar hann var ríkislögreglustjóri. AP telur Qalibaf njóta stuðnings æðstaklerksins. BBC segir að annar þeirra Jalili eða Qalibaf gæti ákveðið að draga sig í hlé ef útlit er fyrir að atkvæði harðlínumanna dreifist á milli þeirra. Þrír aðrir frambjóðendur eru einnig sagðir harðlínumenn. Sjötti frambjóðandinn þykir skera sig nokkuð úr. Massoud Pezeshkian er þingmaður Tabriz-héraðs. Hann er sagður hófsamur á íranskan mælikvarða og eiga möguleika á sigri ef kjörsókn verður dræm. AP telur líkur Pezeshkian á sigri aftur á móti litlar. Sem fyrr komast Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti landsins og harðlínumaður, ekki í gegnum nálarauga varðmannaráðsins. BBC segir að útilokun hans sýni hversu lítið raunverulegt var íranskir kjósendur hafa. Það sé í reynd aðeins á milli harðlínumanna sem æðstiklerkurinn treystir sér til þess að vinna með. Kjörsókn í Íran hefur verið í lægstu lægðum í undanförnum kosningum. Reiknað er með því að sú þróun haldi áfram í kosningunum í lok mánaðar. Íran Trúmál Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. 22. maí 2024 08:54 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Forsetakosningar í Íran fara fram 28. júní. Boðað var til þeirra eftir að Raisi fórst í þyrluslysi í afskekktu fjalllendi í norðvesturhluta Írans í maí. Raisi var lærlingur Ali Khamenei, æðstaklerks Írans, og jafnvel talinn líklegur eftirmaður hans. Áttatíu manns skráðu sig í framboð en svonefnt varðmannaráð valdi sex úr hópi þeirra til að vera í framboði á sunnudag. Nefndin, sem er skipuð klerkum og dómurum, metur frambjóðendur og hvort þeir séu hliðhollir byltingunni og íslömskum gildum. Nær allir þeirra sem voru valdir til framboðs eru harðlínumenn sem eru líkt þenkjandi og Khamenei, raunverulegur leiðtogi Írans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá sem er talinn eftirlæti Khamenei er Saeed Jalili, fyrrverandi formaður þjóðaröryggisráðs Írans og samningamaður landsins í kjarnorkumálum. Hann bauð sig fram árið 2013 og skráði sig í framboð 2021 en dróg það til baka til að styðja Raisi. Hann er sagður hafa tafið viðræður við heimsveldin ítrekað þegar þau reyndu að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun landsins á meðan stjórnvöld í Teheran héldu áætluninni áfram óáreitt. Jalili er lýst sem harðlínuíslamista með enga stjórnunarreynslu. Lítið raunverulegt val Mohammad Baqer Qalibaf, forseti íranska þingsins, þykir einnig eiga nokkuð góðar líkur á sigri. Hann var áður herforingi við byltingarvörðinn en hefur einnig gegnt embætti ríkislögreglustjóra og borgarstjóra höfuðborgarinnar Teheran. Hann bauð sig fram í forsetakosningum 2005 og 2013 en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann dró sig í hlé í kosningunum árið 2017 til þess að hjálpa Raisi sem var þá í framboði. Sem herforingi tók Qalibaf þátt í að berja niður mótmæli háskólanema af hörku árið 1999, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann er sagður hafa skipað lögreglumönnum að skjóta á námsmenn aftur árið 2003 þegar hann var ríkislögreglustjóri. AP telur Qalibaf njóta stuðnings æðstaklerksins. BBC segir að annar þeirra Jalili eða Qalibaf gæti ákveðið að draga sig í hlé ef útlit er fyrir að atkvæði harðlínumanna dreifist á milli þeirra. Þrír aðrir frambjóðendur eru einnig sagðir harðlínumenn. Sjötti frambjóðandinn þykir skera sig nokkuð úr. Massoud Pezeshkian er þingmaður Tabriz-héraðs. Hann er sagður hófsamur á íranskan mælikvarða og eiga möguleika á sigri ef kjörsókn verður dræm. AP telur líkur Pezeshkian á sigri aftur á móti litlar. Sem fyrr komast Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti landsins og harðlínumaður, ekki í gegnum nálarauga varðmannaráðsins. BBC segir að útilokun hans sýni hversu lítið raunverulegt var íranskir kjósendur hafa. Það sé í reynd aðeins á milli harðlínumanna sem æðstiklerkurinn treystir sér til þess að vinna með. Kjörsókn í Íran hefur verið í lægstu lægðum í undanförnum kosningum. Reiknað er með því að sú þróun haldi áfram í kosningunum í lok mánaðar.
Íran Trúmál Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. 22. maí 2024 08:54 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. 22. maí 2024 08:54
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47