Körfubolti

Badmus fer hvergi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Taiwo Badmus ræðst að Daniel Mortensen
Taiwo Badmus ræðst að Daniel Mortensen Vísir / Anton Brink

Íslandsmeistarar Vals í körfuknattleik fengu góð tíðindi í dag er staðfest var að Taiwo Badmus myndi spila áfram með liðinu.

Badmus var algjör lykilmaður í liði meistaranna og var með um 20 stig og 8 fráköst að meðaltali í leik.

Hann var með lausan samning og eðlilega voru fleiri lið sem vildu klófesta Írann sterka. Þar á meðal voru Tindastóll og Keflavík samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

Þrátt fyrir önnur gylliboð ákvað Badmus að endursemja við Valsmenn sem ætla sér augljóslega ekkert annað en að verja titilinn á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×