Lífið

Fram­leiða meiri varning „vegna fjölda á­skorana“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Baldur hlaut 8,4 prósent atkvæða í kosningunum.
Baldur hlaut 8,4 prósent atkvæða í kosningunum. Anton Brink

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor og forsetaframbjóðandi, er hvergi nærri hættur að selja varning með andlitsmyndum af honum og Felix eiginmanni sínum, þrátt fyrir að kosningabaráttunni sé lokið. 

Í stuðningshópi Baldurs og Felix á Facebook auglýsir Baldur að vegna fjölda áskorana hafa verið framleiddar fleiri könnur og svuntur með nöfnum þeirra á. Að auki sé hægt að versla stuttermaboli og fána með andlitsmyndum af þeim, nafni og „forsetakosningar 2024“ áletrun.

Þá þakkar hann fyrir stuðninginn sem stuðningsfólk hans veitti honum og þeim stuðningi sem felist í að versla vörurnar. 

Baldur þakkar áframhaldandi stuðningFacebook





Fleiri fréttir

Sjá meira


×