Verkjamóttakan hafi dregið verulega úr morfínlyfjanotkun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2024 10:16 Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, til vinstri. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnenda Prescriby og Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar. Prescriby Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, segir að verkjamóttaka heilsugæslunnar hafi dregið úr notkun opíóðalyfja hjá skjólstæðingum heilsugæslunnar um 30 prósent. Verkjamóttakan hóf göngu sína í október í fyrra. Í febrúar hóf íslenska sprotafyrirtækið Prescriby, í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, að bjóða upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar Urðarhvarfi, ræddi verkjamóttökuna í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir móttökuna einmitt hafa verið ætlað að sporna gegn ópíóðanotkun. „Fólk gat endurnýjað öll lyfin sín á Heilsuveru, og þar voru morfínlyfin engin undantekning. Fólk gat beðið um sín morfín-lyf trekk í trekk. Þá er mikið að gera og allir vilja gera allt fyrir sjúklinginn,“ segir Linda og bætir við að hugmyndin hafi verið að stoppa það ferli til að grípa fyrr inn í. Verkjamóttakan bjóði upp á frekari skoðun, myndrannsóknir og leiðir til að stilla verkina. „Þarna er kominn aðgerðarlisti yfir það sem hægt er að velja fyrir fólk. Sálfræðingar gerðu sínar meðferðir og síðan erum við að vísa fólki á allskyns staði sem eru að sinna verkjum, eins og bakskólann, Janus endurhæfingu, hreyfiseðla hjá sjúkraþjálfurum og ýmislegt. Síðan förum við yfir verkjalyfjanotkunina, því við vitum að ópíóðalyfjanotkun hefur mjög slæm langtímaáhrif.“ Taugarnar verða næmari og kalla á meiri notkun. „Morfínlyfin voru alltaf hugsuð sem neyðarlyf, við skyndilegum og miklum verkjum. Eftir aðgerðir, eða í stórum slysum notar maður auðvitað morfín ef fólk er illa slasað. En þau eru ekki ætluð til langtímanotkunar, vegna þess að þau eru svo ávanabindandi. Hér á Íslandi erum við meistarar meðal Norðurlanda í notkun þessara lyfja,“ segir Linda. Hún segir árangurinn áberandi. „Við erum að telja skjólstæðinga sem fá endurnýjun lyfja. Notendum er búið að fækka alveg um 30 prósent. Þannig við þurftum greinilega ekki alveg svona mikið.“ Lyf Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Verkjamóttakan hóf göngu sína í október í fyrra. Í febrúar hóf íslenska sprotafyrirtækið Prescriby, í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, að bjóða upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar Urðarhvarfi, ræddi verkjamóttökuna í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir móttökuna einmitt hafa verið ætlað að sporna gegn ópíóðanotkun. „Fólk gat endurnýjað öll lyfin sín á Heilsuveru, og þar voru morfínlyfin engin undantekning. Fólk gat beðið um sín morfín-lyf trekk í trekk. Þá er mikið að gera og allir vilja gera allt fyrir sjúklinginn,“ segir Linda og bætir við að hugmyndin hafi verið að stoppa það ferli til að grípa fyrr inn í. Verkjamóttakan bjóði upp á frekari skoðun, myndrannsóknir og leiðir til að stilla verkina. „Þarna er kominn aðgerðarlisti yfir það sem hægt er að velja fyrir fólk. Sálfræðingar gerðu sínar meðferðir og síðan erum við að vísa fólki á allskyns staði sem eru að sinna verkjum, eins og bakskólann, Janus endurhæfingu, hreyfiseðla hjá sjúkraþjálfurum og ýmislegt. Síðan förum við yfir verkjalyfjanotkunina, því við vitum að ópíóðalyfjanotkun hefur mjög slæm langtímaáhrif.“ Taugarnar verða næmari og kalla á meiri notkun. „Morfínlyfin voru alltaf hugsuð sem neyðarlyf, við skyndilegum og miklum verkjum. Eftir aðgerðir, eða í stórum slysum notar maður auðvitað morfín ef fólk er illa slasað. En þau eru ekki ætluð til langtímanotkunar, vegna þess að þau eru svo ávanabindandi. Hér á Íslandi erum við meistarar meðal Norðurlanda í notkun þessara lyfja,“ segir Linda. Hún segir árangurinn áberandi. „Við erum að telja skjólstæðinga sem fá endurnýjun lyfja. Notendum er búið að fækka alveg um 30 prósent. Þannig við þurftum greinilega ekki alveg svona mikið.“
Lyf Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira