Lífið

Ungt athafnapar keypti hönnunarhús Margrétar í Garða­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Margrét Ýr hefur fundið ástina á ný og byrjar nýjan kafla í lífinu í nýju hverfi innan Garðabæjar.
Margrét Ýr hefur fundið ástina á ný og byrjar nýjan kafla í lífinu í nýju hverfi innan Garðabæjar. Aðsend

Parið Ragn­ar Atli Tóm­as­son og Tanja Stef­an­ía Rún­ars­dótt­ir hafa fest kaup á húsi Margrétar Ýrar Ingimarsdóttur, kennara og eiganda Hugmyndabankans, við Hofslund 3 í Garðabæ. Parið greiddi 183 milljónir fyrir eignina.

Ragn­ar Atli rekur fyrirtækið Nordic Wasa­bi sem ræktar hreint wasabi á sjálbæran máta á Íslandi.

Mar­grét Ýr setti húsið á sölu eftir að hún og fyrrverandi eiginmaður hennar, Ómar R. Valdimarson lögmaður, slitu samvistum í maí í fyrra eftir sautján ára samband. Þau fjárfestu í einbýlinu árið 2011 sem þau létu taka í gegn með aðstoð Berglindar Berndsen innanhúsarkitekt. Um er að ræða 186 fermetra hús á einnig hæð sem var byggt árið 1972.

Margrét var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Heimsókn í febrúar 2022 þar sem farið var yfir smekklegt heimili þeirra. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.

Flytur innan hverfis

Margrét hefur nú fest kaup á 114 fermetra íbúð með sérinngangi við Eskiás í Garðabæ. Hún greiddi 90,9 miljónir fyrir eignina sem er í nýju fjölbýlishús. 

Margrét hefur nú fundið ástina á ný í örmum fjárfestisins Reynis Finndal Grétarssonar en parið byrjaði að hittast í lok síðasta árs. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×