Tónlist

„Country tón­list er ekki lengur bara sak­bitin sæla“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Þórdís Valsdóttir forstöðumaður útvarps hjá Sýn er spennt fyrir Country Bylgjunni.
Þórdís Valsdóttir forstöðumaður útvarps hjá Sýn er spennt fyrir Country Bylgjunni. Gottskálk D. Bernhöft Reynisson

„Við erum ótrúlega spennt að færa íslenskum hlustendum þessa nýju útvarpsstöð. Aukning á vinsældum country tónlistar bæði hér á landi um allan heim hefur verið eftirtektarverð og við teljum að Country Bylgjan muni mæta síaukinni eftirspurn hlustenda,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarps hjá Sýn um splunkunýja útvarpsstöð sem fer í loftið á morgun og spilar eingöngu country tónlist.

Mæta síauknum vinsældum country tónlistar með nýrri útvarpsstöð

Þann 13. júní hefjast útsendingar á nýjustu bylgjunni, Country Bylgjunni.

Þórdís hefur alla tíð verið country aðdáandi eins og sjá má!Aðsend

„Country Bylgjan mun eingöngu spila allra bestu country tónlistina, allt frá þekktum country slögurum áttunda áratugsins til nýjustu og vinsælustu country laganna. Tónlistarfólk á borð við Luke Combs, Chris Stapleton, Dan + Shay, Dolly Parton og miklu fleiri munu óma á nýju Bylgjunni,“ segir Þórdís og bætir við:

„Hingað til hef ég farið huldu höfði með áhuga minn á country tónlist enda hefur viðhorfið verið frekar á þá leið að country tónlist sé lummuleg. Nú get ég komið hreint fram og viðurkennt þetta. Country tónlist er ekki lengur bara sakbitin sæla.“

Hlustendur geta stillt sig inn á FM 103.9 á höfuðborgarsvæðinu, hlustað í gegnum Bylgju appið eða hlustað í beinni á netinu.

„Hvort sem þú ert að leita að nostalgíu eða nýjustu slögurum, þá finnurðu það á Country Bylgjunni,“ segir Þórdís að lokum.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.