Fótbolti

Thiago Motta tekinn við Juventus

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thiago Motta hefur verið ráðinn til starfa sem nýr knattspyrnustjóri Juventus.
Thiago Motta hefur verið ráðinn til starfa sem nýr knattspyrnustjóri Juventus. Image Photo Agency/Getty Images

Ítalska stórveldið Juventus hefur kynnt Thiago Motta til leiks sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins.

Motta, sem lék á sínum tíma með Inter í ítölsku úrvalsdeildinni og ítalska landsliðinu, skrifar undir þriggja ára samning við félagið. Hann tekur við starfinu af Massimiliano Allegri sem var látinn fara aðeins tveimur dögum eftir að Juventus vann ítölsku bikarkeppnina.

Motta, sem er 41 árs gamall, hóf þjálfaraferil sinn hjá unglingaliði PSG árið 2018 áður en hann tók við Genoa ári síðar. Árið 2021 tók hann svo við Spezia áður en hann færði sig yfir til Bologna árið 2022. Undir hans stjórn tryggði Bologna sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sextíu ár.

„Ég er virkilega ánægður með að byrja nýjan kafla í lífi mínu sem stjóri jafn sögufrægs félags og Juventus. Ég vil þakka eigendum og stjórnendum félagsins og vil fullvissa þá um að ég hef mikinn metnað fyrir því að halda orðspori Juventus á lofti og gleðja stuðningsmenn liðsins,“ sagði Motta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×