Enski boltinn

Til­kynntu fram­lengingu Kerr með dramatísku mynd­bandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Verður áfram í Lundúnum.
Verður áfram í Lundúnum. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Sam Kerr, ein besta knattspyrnukona heims, verður áfram á mála hjá Englandsmeisturum Chelsea. Nýr samningur hennar var tilkynntur með hádramatísku myndbandi þar sem það virtist sem hún væri á förum frá félaginu.

Hin ástralska Kerr gekk í raðir Chelsea árið 2020 og hefur síðan raðað inn titlum.  Alls hefur hún unnið 11 titla, þar af fimm Englandsmeistaratitla, og skorað 99 mörk fyrir félagið. 

Samningur hennar var hins vegar við það að renna út og því leit út fyrir að hún væri að kveðja félagið þegar Chelsea birti dramatískt myndband á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Fréttirnar reyndust þó jákvæðar þar sem hin þrítuga Kerr hefur framlengt samning sinn á Brúnni til ársins 2026. Stóra spurningin er nú hversu fljót hún verður að brjóta 100 marka múrinn.

Það verða þó talsverðar breytingar á Chelsea í sumar en Emma Hayes hefur yfirgefið féalgið eftir 12 ár sem aðalþjálfari til að taka við bandaríska landsliðinu. Í hennar stað kemur Sonia Bompastor sem hefur unnið fjölda titla með Lyon undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×