Ellý Katrín hefur kvatt þennan heim Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 15:19 Ellý Katrín ásamt Magnúsi Karli eiginmanni sínum. vísir/egill Ellý Katrín Guðmundsdóttir, lögfræðingur, fyrrverandi borgarritari og sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, er látin. Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Svo eitthvað sé nefnt. Ellý hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý Katrín var fædd 1964 er lögfræðingur að mennt, með meistarapróf í umhverfis- og alþjóðarétti frá lagadeild háskólans í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún var lögfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington DC áður en hún kom til starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem hún stýrði fyrst umhverfis- og samgöngumálum. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni sem greinir frá fráfalli hennar á Facebook-síðu sinni og gerir það á afar hjartnæman hátt. „Hún Ellý mín hefur kvatt þennan heim. Hún var einstök. Hennar fallegu eiginleikar lýstu í gegnum bæði skin og skúri í lífinu. Fyrir átta árum mætti óvæntur gestur inn í líf okkar, erfiður sjúkdómur. Ellý tók þeirri heimsókn af ótrúlegu æðruleysi og reisn. Við fjölskyldan höfum lært svo margt af Ellý okkar, enda var hún sönn fyrirmynd í öllu. Mín mesta huggun er að horfa á hæfileika hennar, persónu og útlit lifa áfram í börnunum. Þau eru einstök og hafa stutt mig í gegnum allt eins og fjölmargir ættingjar og vinir.“ Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins aðeins 51 árs en ákvað þá þegar að ræða um sjúkdóminn, að hann lægi ekki í þagnargildi. Magnús og Ellý hafa verið einstaklega opinská varðandi veikindin þannig að aðdáunarvert má heita. Magnús segir að kveðjustundin hafi verið jafn falleg og allt hennar líf. „Allir hennar nánustu kvöddu hana, þar á meðal Pétur bróðir hennar sem kom í gær frá Bandaríkjunum og litli Almar Elí, tveggja vikna ömmu- og afabarnið okkar sem fékk að hvíla í fangi hennar.“ Þá greinir Magnús frá því að Ellý hafi talað um Alzheimer, hún hafi haldið áfram að lifa með sjúkdóminn og með gleði í hjarta. Og Magnús brýnir mikilvægi meðvitundar og opinskárrar umræðu um þennan sjúkdóm sem virðist vera hafa verið að færast í aukana hvort það tengist því að þjóðin hafi verið að eldast og/eða hvort aðrir hlutir komi þar til. „Við megum aldrei gleyma að þeir sem fá slíkt í fangið eiga skilið stuðning og ást okkar allra. Það skynjuðum við fjölskyldan frá fjölskyldu og vinum en einnig frá fjölmörgu samferðafólki sem við þekkjum ekki. Fyrir það þakka ég ykkur öllum frá dýpstu hjartarótum.“ Ellý lætur eftir sig auk eiginmanns tvö börn. Þau eru Ingibjörg (doktorsnemi við HÍ) en sambýliskona er Beatrice Eriksson (félagsráðgjafi) og eiga þær 2 vikna son, Almar Elí og Guðmundur sem er fatahönnuður. Andlát Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Ellý hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý Katrín var fædd 1964 er lögfræðingur að mennt, með meistarapróf í umhverfis- og alþjóðarétti frá lagadeild háskólans í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún var lögfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington DC áður en hún kom til starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem hún stýrði fyrst umhverfis- og samgöngumálum. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni sem greinir frá fráfalli hennar á Facebook-síðu sinni og gerir það á afar hjartnæman hátt. „Hún Ellý mín hefur kvatt þennan heim. Hún var einstök. Hennar fallegu eiginleikar lýstu í gegnum bæði skin og skúri í lífinu. Fyrir átta árum mætti óvæntur gestur inn í líf okkar, erfiður sjúkdómur. Ellý tók þeirri heimsókn af ótrúlegu æðruleysi og reisn. Við fjölskyldan höfum lært svo margt af Ellý okkar, enda var hún sönn fyrirmynd í öllu. Mín mesta huggun er að horfa á hæfileika hennar, persónu og útlit lifa áfram í börnunum. Þau eru einstök og hafa stutt mig í gegnum allt eins og fjölmargir ættingjar og vinir.“ Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins aðeins 51 árs en ákvað þá þegar að ræða um sjúkdóminn, að hann lægi ekki í þagnargildi. Magnús og Ellý hafa verið einstaklega opinská varðandi veikindin þannig að aðdáunarvert má heita. Magnús segir að kveðjustundin hafi verið jafn falleg og allt hennar líf. „Allir hennar nánustu kvöddu hana, þar á meðal Pétur bróðir hennar sem kom í gær frá Bandaríkjunum og litli Almar Elí, tveggja vikna ömmu- og afabarnið okkar sem fékk að hvíla í fangi hennar.“ Þá greinir Magnús frá því að Ellý hafi talað um Alzheimer, hún hafi haldið áfram að lifa með sjúkdóminn og með gleði í hjarta. Og Magnús brýnir mikilvægi meðvitundar og opinskárrar umræðu um þennan sjúkdóm sem virðist vera hafa verið að færast í aukana hvort það tengist því að þjóðin hafi verið að eldast og/eða hvort aðrir hlutir komi þar til. „Við megum aldrei gleyma að þeir sem fá slíkt í fangið eiga skilið stuðning og ást okkar allra. Það skynjuðum við fjölskyldan frá fjölskyldu og vinum en einnig frá fjölmörgu samferðafólki sem við þekkjum ekki. Fyrir það þakka ég ykkur öllum frá dýpstu hjartarótum.“ Ellý lætur eftir sig auk eiginmanns tvö börn. Þau eru Ingibjörg (doktorsnemi við HÍ) en sambýliskona er Beatrice Eriksson (félagsráðgjafi) og eiga þær 2 vikna son, Almar Elí og Guðmundur sem er fatahönnuður.
Andlát Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira