Um læknisvottorð til vinnuveitenda Gunnar Ármannsson skrifar 13. júní 2024 15:31 Á síðustu dögum hefur verið töluverð umræða um svokölluð „vinnuveitendavottorð“. Þ.e. læknisvottorð sem eru ætluð til afhendingar til vinnuveitenda til að virkja rétt til greiðslu launa í veikindaforföllum. Af umræðunni að dæma eru skiptar skoðanir um hvort nógu vel sé vandað til útgáfu vottorðanna og því jafnvel haldið fram að í sumum tilvikum sé ekki mark á þeim takandi, a.m.k. ef ekki kemur fram í vottorðinu að skoðun læknis hafi átt sér stað. Þá hefur það sérstaklega verið í umræðunni að læknisvottorðum sé oft framvísað á uppsagnarfresti og sýnist sitt hverjum um það hvort eigi að láta starfsmenn vinna uppsagnarfrest eða ekki. Í þessu samhengi getur verið gagnlegt að skoða þann laga- og reglugerðarramma sem gildir um útgáfu læknisvottorða til vinnuveitenda og þá forsögu sem þar býr að baki. Það er nefnilega vert að hafa í huga réttur til greiðslu launa í veikindaforföllum er ekki svo ýkja gamall og þótti alls ekki sjálfgefinn framan af síðustu öld og allt til áranna 1960-1980. Réttindi launþega til greiðslu launa í veikindaforföllum eru ein mikilverðustu réttindi sem samið hefur verið um á vinnumarkaði. Samspil kerfanna, þ.e. annars vegar aðkoma heilbrigðiskerfisins og hins vegar þarfir vinnumarkaðarins, er hins vegar flókið og ekki einfalt að gera því fullnægjandi skil í stuttri grein sem þessari Sem raunhæft dæmi má nefna að hjá iðnfyrirtæki með um 200 starfsmenn voru teknir saman veikindadagar yfir 12 mánaða tímabil frá 21.12.2022 til 20.12.2023. Um var að ræða forföll vegna eigin veikinda og/eða aðstandenda launþega, aðallega barna, en að undanskyldum fjarvistum vegna vinnuslysa. Á þessu tímabili var launakostnaður fyrirtækisins, laun starfsmanna ásamt launatengdum kostnaði vinnuveitanda, vegna veikindagreiðslna rúmlega 120 milljónir. Heildarlaunagreiðslur árið 2023 voru um 2,4 milljarðar. Launagreiðslur vegna veikinda eru því um 5% af heildarlaunagreiðslum. En til að standa undir þessum kostnaði, þ.e. launagreiðslum án vinnuframlags, þarf fyrirtækið að velta rúmlega 1,2 milljarði á þessu 12 mánaða tímabili. Eins og áður hefur verið sagt er þarna um að ræða mikilsverð réttindi starfsmanna sem nauðsynlegt er að halda í heiðri og vernda, en á réttum og eðlilegum forsendum. Þá er rétt að hafa í huga að í raun hafa starfsmenn, a.m.k. að hluta, greitt sjálfir fyrir þessi réttindi því þegar frumvarp það sem varð að lögum nr. 19/1979, um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla, þá um leið var gefin eftir um 3% kauphækkun sem þá stóð til að semja um. Það er hins vegar annað mál að margir þingmenn sem tóku til máls á þessum tíma töldu kostnaðinn við þær félagslegu umbætur sem lögin færðu verkafólki vera mun dýrari en sem nam 3% eftirgjöfinni. Eins og sjá má af meðfylgjandi forsendum bendir því miður ýmislegt til að þessi mikilvægu réttindi starfsmanna hafi verið misnotuð og að staðan sé ennþá sú að einhverju leyti. Á það var bent, þegar lög nr. 19/1979 voru sett, svo og lög nr. 49/1980, sem voru breytingalög á þágildandi sjómannalögum nr. 67/1963 þar sem verið var að færa sjómönnum sambærileg réttindi og verkafólki, að það væri fyrir hendi hætta á að þessi réttindi kynnu að verða misnotuð. Á það var bent að málið væri flókið og vandasamt, gæti verið þungbært, einkum fyrir smáar rekstrareiningar, og jafnframt var á það bent að endanlegur kostnaður og langmesti kostnaðurinn mundi lenda á ríki og sveitarfélögum sem langstærstu vinnuveitendunum. Sem dæmi úr greinargerðum með framangreindum lagafrumvörpum má nefna eftirfarandi sem lýsir vel þeirri umræðu sem átti sér stað á þingi á þessum árum: „Ljóst er þó, að knýjandi nauðsyn er, að ákvæðin um slys og veikindi verði sem ítarlegast úr garði gerð og sem skýrust, þannig að ágreiningsmálum fækki verulega og dragi úr þeirri stífni og tortryggni, sem verið hefur og oft hefur torveldað eðlileg samskipti sjómanna og útgerðarmanna. Öll viðleitni í þá átt hlýtur að þjóna hagsmunum beggja aðila.“ „Að endingu skal lögð áhersla á það, að meginmarkmið þessara þýðingarmiklu ákvæða varðandi slys og veikindi hlýtur að vera að efla og standa vörð um forfallakaupsrétt þeirra, sem með réttu eiga tilkall til hans, jafnframt því að aðhald verði aukið í þessum málum, þannig að þessi réttur sé ekki misnotaður fáum til hagsbóta en flestum til skaða.“ Það má einnig benda á eftirfarandi úr greinargerð með frumvarpi sem varð að sjómannalögum nr. 35/1985: „Læknisvottorð er í raun óútfyllt ávísun á greiðslur, er þriðji maður á að inna af hendi. … Þá megi einnig finna að því, hve læknar sýni margir hverjir lítið aðhald varðandi útgáfu læknisvottorða um óvinnufærni.“ En hvernig tengist þessi forsaga nútímanum? Eru einhver sérstök vandamál á sveimi vegna veikinda starfsmanna? Önnur en aukinn kostnaður fyrirtækja með mögulega verri afkomu og minni getu til að greiða hærri laun? Aðstæður fyrirtækja eru mismunandi. Í sumum tilvikum er nálægðin mikil og starfmönnum er einfaldlega trúað þegar þeir segjast vera veikir. En það er ekki algilt og reglulega koma upp mál þar sem tekist er á um það hvort starfmaður hafi raunverulega verið með fjarvistir sem réttlæta greiðslur veikindalauna. Því virðist ennþá vera sú staða uppi að stundum ríkir tortryggni á þessu sviði á milli launagreiðenda og launþega. Má í þessu samhengi t.d. vísa til Lrd. nr. 435/2021 frá 11. febrúar 2022. Þar var starfsmaður ákærður og sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa breytt, og þar með falsað, dagsetningu í læknisvottorði. Tiltók héraðsdómari, en héraðsdómur var staðfestur með vísan til forsendna, að starfsmaðurinn hafi í verki sýnt vilja til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku vinnuveitanda síns, og þar með blekkja í lögskiptum. Framangreint orðalag héraðsdóms, árið 2022, kallast vel á við orðalagið úr tilvitnuðum greinargerðum laganna frá 1980 og 1985 um mikilvægi þess að koma í veg fyrir misnotkun á þessum mikilvægu réttindum sem réttur til greiðslu launa í lögmætum veikindaforföllum er. Hjá því iðnfyrirtæki þar sem teknar voru saman upplýsingar um veikindi á 12 mánaða tímabili, og fyrr er vísað til, háttar málum þannig að um það bil helmingur starfsmanna vinnur á starfsstöð úti á landi. Meirihluti þeirra er af erlendu bergi brotinn. Það er lán fyrirtækisins að fá þessa starfsmenn til vinnu því án þeirra gæti fyrirtækið að öllum líkindum ekki veitt þá þjónustu sem það býður upp á. Fyrir nokkrum misserum kom upp sú staða hjá fyrirtækinu að nánast undantekningarlaust ef það sagði upp erlendum starfsmanni, eða hann sagði sjálfur upp, þá kom læknisvottorð sama dag eða daginn eftir þar sem fram kom að viðkomandi starfsmaður væri óvinnufær vegna veikinda. Ýmist var um að ræða eitt vottorð sem kvað á um óvinnufærni út uppsagnarfrest, eða nýtt eða ný vottorð tóku við af hinu eldra þar til uppsagnarfrestur var liðinn. Þetta átti sér stað jafnt hjá starfsmönnum sem áttu stuttan starfsaldur hjá fyrirtækinu og þeim sem áttu langan starfsaldur og sem hafði nánast aldrei orðið misdægurt fram að þessum tímamótum – uppsögn ráðningarsamnings. Var það mat stjórnenda fyrirtækisins að hér væri um að ræða kerfisbundin og samantekin ráð starfsmanna, sem í raun leiddi til gróflegrar misnotkunar á réttindakerfinu. Slík misnotkun er ekki einvörðungu alvarleg gagnvart vinnuveitendum, heldur grefur jafnframt undan trúverðugleika þessa mikilvæga úrræðis launþega. Að auki setur háttsemi sem þessi útgefendur læknisvottorða í neikvætt ljós því þeir geta ekki endilega spyrnt við fótum þegar starfsmenn fullyrða að þeir séu haldnir einhverjum krankleika. Hátterni sem þetta er til þess fallið að auka stífni og tortryggni og sem getur torveldað eðlileg samskipti milli launþega og launagreiðenda. Að auki veldur þessi háttsemi oft og tíðum núningi og átökum á milli vinnuveitenda og stéttarfélaga. Þessi framkoma fárra getur bitnað á fjöldanum þar sem aukin hætta verður á grunsemdum um að verið sé að misnota þennan mikilsverða rétt. Rétt sem nú þegar kostar samfélagið mikið fjármagn, hvort sem það kemur úr vasa launagreiðenda eða neytenda/launþega sjálfra. Er þetta ástand sem á að láta viðgangast eða er ástæða til að bregðast við? Það skal tekið fram að ekki er verið að gera lítið úr vanda heilbrigðiskerfisins vegna þessara mála heldur þvert á móti er tekið undir þær áhyggjur sem þaðan hafa heyrst. Það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og kerfið allt yfirhlaðið af verkefnum. Því má vel skilja það sjónarmið að heilbrigðisstarfsmönnum finnist tíma þeirra ekki endilega vel varið í skoðun á sjúklingum með umgangspestir sem læknast af sjálfu sér á fáum dögum án nokkurra inngripa. Eingöngu til að viðkomandi sjúklingar geti virkjað rétt sinn til greiðslna í veikindum. En á hinn bóginn hefur ríkisvaldið í gegnum tíðina byggt kerfið upp með þessum hætti og það er búið að búa til ákveðið samspil þessara kerfa, þ.e. vinnumarkaðarins og heilbrigðiskerfisins. Ef gera á breytingar á þessu samspili þarf að huga að forsögunni og gildandi lagaumhverfi. Það er einnig líklegt að ef aðilar vinnumarkaðarins verða hafðir með í ráðum hvernig skuli reyna að finna lausn á viðfangsefninu þá sé það vænlegra til árangurs. Hver sem skoðun manna kann að vera á því hvort um sé að ræða vandamál eða ekki þá hefur löggjafinn búið svo um hnúta að til að launþegi geti virkjað rétt til greiðslna í veikindaforföllum þá er vinnuveitanda heimilt að fara fram á það að launþegi sanni óvinnufærni sína með læknisvottorði. Um aðra aðferð er ekki að ræða skv. gildandi reglum. Höfundur er lögmaður og stjórnandi hjá iðnfyrirtæki með yfir 200 starfsmenn í vinnu frá yfir 10 þjóðlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Vinnumarkaður Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur verið töluverð umræða um svokölluð „vinnuveitendavottorð“. Þ.e. læknisvottorð sem eru ætluð til afhendingar til vinnuveitenda til að virkja rétt til greiðslu launa í veikindaforföllum. Af umræðunni að dæma eru skiptar skoðanir um hvort nógu vel sé vandað til útgáfu vottorðanna og því jafnvel haldið fram að í sumum tilvikum sé ekki mark á þeim takandi, a.m.k. ef ekki kemur fram í vottorðinu að skoðun læknis hafi átt sér stað. Þá hefur það sérstaklega verið í umræðunni að læknisvottorðum sé oft framvísað á uppsagnarfresti og sýnist sitt hverjum um það hvort eigi að láta starfsmenn vinna uppsagnarfrest eða ekki. Í þessu samhengi getur verið gagnlegt að skoða þann laga- og reglugerðarramma sem gildir um útgáfu læknisvottorða til vinnuveitenda og þá forsögu sem þar býr að baki. Það er nefnilega vert að hafa í huga réttur til greiðslu launa í veikindaforföllum er ekki svo ýkja gamall og þótti alls ekki sjálfgefinn framan af síðustu öld og allt til áranna 1960-1980. Réttindi launþega til greiðslu launa í veikindaforföllum eru ein mikilverðustu réttindi sem samið hefur verið um á vinnumarkaði. Samspil kerfanna, þ.e. annars vegar aðkoma heilbrigðiskerfisins og hins vegar þarfir vinnumarkaðarins, er hins vegar flókið og ekki einfalt að gera því fullnægjandi skil í stuttri grein sem þessari Sem raunhæft dæmi má nefna að hjá iðnfyrirtæki með um 200 starfsmenn voru teknir saman veikindadagar yfir 12 mánaða tímabil frá 21.12.2022 til 20.12.2023. Um var að ræða forföll vegna eigin veikinda og/eða aðstandenda launþega, aðallega barna, en að undanskyldum fjarvistum vegna vinnuslysa. Á þessu tímabili var launakostnaður fyrirtækisins, laun starfsmanna ásamt launatengdum kostnaði vinnuveitanda, vegna veikindagreiðslna rúmlega 120 milljónir. Heildarlaunagreiðslur árið 2023 voru um 2,4 milljarðar. Launagreiðslur vegna veikinda eru því um 5% af heildarlaunagreiðslum. En til að standa undir þessum kostnaði, þ.e. launagreiðslum án vinnuframlags, þarf fyrirtækið að velta rúmlega 1,2 milljarði á þessu 12 mánaða tímabili. Eins og áður hefur verið sagt er þarna um að ræða mikilsverð réttindi starfsmanna sem nauðsynlegt er að halda í heiðri og vernda, en á réttum og eðlilegum forsendum. Þá er rétt að hafa í huga að í raun hafa starfsmenn, a.m.k. að hluta, greitt sjálfir fyrir þessi réttindi því þegar frumvarp það sem varð að lögum nr. 19/1979, um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla, þá um leið var gefin eftir um 3% kauphækkun sem þá stóð til að semja um. Það er hins vegar annað mál að margir þingmenn sem tóku til máls á þessum tíma töldu kostnaðinn við þær félagslegu umbætur sem lögin færðu verkafólki vera mun dýrari en sem nam 3% eftirgjöfinni. Eins og sjá má af meðfylgjandi forsendum bendir því miður ýmislegt til að þessi mikilvægu réttindi starfsmanna hafi verið misnotuð og að staðan sé ennþá sú að einhverju leyti. Á það var bent, þegar lög nr. 19/1979 voru sett, svo og lög nr. 49/1980, sem voru breytingalög á þágildandi sjómannalögum nr. 67/1963 þar sem verið var að færa sjómönnum sambærileg réttindi og verkafólki, að það væri fyrir hendi hætta á að þessi réttindi kynnu að verða misnotuð. Á það var bent að málið væri flókið og vandasamt, gæti verið þungbært, einkum fyrir smáar rekstrareiningar, og jafnframt var á það bent að endanlegur kostnaður og langmesti kostnaðurinn mundi lenda á ríki og sveitarfélögum sem langstærstu vinnuveitendunum. Sem dæmi úr greinargerðum með framangreindum lagafrumvörpum má nefna eftirfarandi sem lýsir vel þeirri umræðu sem átti sér stað á þingi á þessum árum: „Ljóst er þó, að knýjandi nauðsyn er, að ákvæðin um slys og veikindi verði sem ítarlegast úr garði gerð og sem skýrust, þannig að ágreiningsmálum fækki verulega og dragi úr þeirri stífni og tortryggni, sem verið hefur og oft hefur torveldað eðlileg samskipti sjómanna og útgerðarmanna. Öll viðleitni í þá átt hlýtur að þjóna hagsmunum beggja aðila.“ „Að endingu skal lögð áhersla á það, að meginmarkmið þessara þýðingarmiklu ákvæða varðandi slys og veikindi hlýtur að vera að efla og standa vörð um forfallakaupsrétt þeirra, sem með réttu eiga tilkall til hans, jafnframt því að aðhald verði aukið í þessum málum, þannig að þessi réttur sé ekki misnotaður fáum til hagsbóta en flestum til skaða.“ Það má einnig benda á eftirfarandi úr greinargerð með frumvarpi sem varð að sjómannalögum nr. 35/1985: „Læknisvottorð er í raun óútfyllt ávísun á greiðslur, er þriðji maður á að inna af hendi. … Þá megi einnig finna að því, hve læknar sýni margir hverjir lítið aðhald varðandi útgáfu læknisvottorða um óvinnufærni.“ En hvernig tengist þessi forsaga nútímanum? Eru einhver sérstök vandamál á sveimi vegna veikinda starfsmanna? Önnur en aukinn kostnaður fyrirtækja með mögulega verri afkomu og minni getu til að greiða hærri laun? Aðstæður fyrirtækja eru mismunandi. Í sumum tilvikum er nálægðin mikil og starfmönnum er einfaldlega trúað þegar þeir segjast vera veikir. En það er ekki algilt og reglulega koma upp mál þar sem tekist er á um það hvort starfmaður hafi raunverulega verið með fjarvistir sem réttlæta greiðslur veikindalauna. Því virðist ennþá vera sú staða uppi að stundum ríkir tortryggni á þessu sviði á milli launagreiðenda og launþega. Má í þessu samhengi t.d. vísa til Lrd. nr. 435/2021 frá 11. febrúar 2022. Þar var starfsmaður ákærður og sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa breytt, og þar með falsað, dagsetningu í læknisvottorði. Tiltók héraðsdómari, en héraðsdómur var staðfestur með vísan til forsendna, að starfsmaðurinn hafi í verki sýnt vilja til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku vinnuveitanda síns, og þar með blekkja í lögskiptum. Framangreint orðalag héraðsdóms, árið 2022, kallast vel á við orðalagið úr tilvitnuðum greinargerðum laganna frá 1980 og 1985 um mikilvægi þess að koma í veg fyrir misnotkun á þessum mikilvægu réttindum sem réttur til greiðslu launa í lögmætum veikindaforföllum er. Hjá því iðnfyrirtæki þar sem teknar voru saman upplýsingar um veikindi á 12 mánaða tímabili, og fyrr er vísað til, háttar málum þannig að um það bil helmingur starfsmanna vinnur á starfsstöð úti á landi. Meirihluti þeirra er af erlendu bergi brotinn. Það er lán fyrirtækisins að fá þessa starfsmenn til vinnu því án þeirra gæti fyrirtækið að öllum líkindum ekki veitt þá þjónustu sem það býður upp á. Fyrir nokkrum misserum kom upp sú staða hjá fyrirtækinu að nánast undantekningarlaust ef það sagði upp erlendum starfsmanni, eða hann sagði sjálfur upp, þá kom læknisvottorð sama dag eða daginn eftir þar sem fram kom að viðkomandi starfsmaður væri óvinnufær vegna veikinda. Ýmist var um að ræða eitt vottorð sem kvað á um óvinnufærni út uppsagnarfrest, eða nýtt eða ný vottorð tóku við af hinu eldra þar til uppsagnarfrestur var liðinn. Þetta átti sér stað jafnt hjá starfsmönnum sem áttu stuttan starfsaldur hjá fyrirtækinu og þeim sem áttu langan starfsaldur og sem hafði nánast aldrei orðið misdægurt fram að þessum tímamótum – uppsögn ráðningarsamnings. Var það mat stjórnenda fyrirtækisins að hér væri um að ræða kerfisbundin og samantekin ráð starfsmanna, sem í raun leiddi til gróflegrar misnotkunar á réttindakerfinu. Slík misnotkun er ekki einvörðungu alvarleg gagnvart vinnuveitendum, heldur grefur jafnframt undan trúverðugleika þessa mikilvæga úrræðis launþega. Að auki setur háttsemi sem þessi útgefendur læknisvottorða í neikvætt ljós því þeir geta ekki endilega spyrnt við fótum þegar starfsmenn fullyrða að þeir séu haldnir einhverjum krankleika. Hátterni sem þetta er til þess fallið að auka stífni og tortryggni og sem getur torveldað eðlileg samskipti milli launþega og launagreiðenda. Að auki veldur þessi háttsemi oft og tíðum núningi og átökum á milli vinnuveitenda og stéttarfélaga. Þessi framkoma fárra getur bitnað á fjöldanum þar sem aukin hætta verður á grunsemdum um að verið sé að misnota þennan mikilsverða rétt. Rétt sem nú þegar kostar samfélagið mikið fjármagn, hvort sem það kemur úr vasa launagreiðenda eða neytenda/launþega sjálfra. Er þetta ástand sem á að láta viðgangast eða er ástæða til að bregðast við? Það skal tekið fram að ekki er verið að gera lítið úr vanda heilbrigðiskerfisins vegna þessara mála heldur þvert á móti er tekið undir þær áhyggjur sem þaðan hafa heyrst. Það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki og kerfið allt yfirhlaðið af verkefnum. Því má vel skilja það sjónarmið að heilbrigðisstarfsmönnum finnist tíma þeirra ekki endilega vel varið í skoðun á sjúklingum með umgangspestir sem læknast af sjálfu sér á fáum dögum án nokkurra inngripa. Eingöngu til að viðkomandi sjúklingar geti virkjað rétt sinn til greiðslna í veikindum. En á hinn bóginn hefur ríkisvaldið í gegnum tíðina byggt kerfið upp með þessum hætti og það er búið að búa til ákveðið samspil þessara kerfa, þ.e. vinnumarkaðarins og heilbrigðiskerfisins. Ef gera á breytingar á þessu samspili þarf að huga að forsögunni og gildandi lagaumhverfi. Það er einnig líklegt að ef aðilar vinnumarkaðarins verða hafðir með í ráðum hvernig skuli reyna að finna lausn á viðfangsefninu þá sé það vænlegra til árangurs. Hver sem skoðun manna kann að vera á því hvort um sé að ræða vandamál eða ekki þá hefur löggjafinn búið svo um hnúta að til að launþegi geti virkjað rétt til greiðslna í veikindaforföllum þá er vinnuveitanda heimilt að fara fram á það að launþegi sanni óvinnufærni sína með læknisvottorði. Um aðra aðferð er ekki að ræða skv. gildandi reglum. Höfundur er lögmaður og stjórnandi hjá iðnfyrirtæki með yfir 200 starfsmenn í vinnu frá yfir 10 þjóðlöndum.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun