Tónlistarmaðurinn Róbert Örn er fallinn frá Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 16:26 Róbert Örn Hjálmtýsson er allur en hann fæddist 1977. vísir/anton brink Róbert Örn Hjálmtýsson er fallinn frá en hann var einkum þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Hljómsveitin Ég og PoPPaRoFT. Þá spilaði hann undir, útsetti og hljóðblandaði þrjár plötur Sölva Jónssonar (Dölla) og gerði eina hljómplötu með hljómsveitinni Spilagaldrar. Róbert Örn og Hljómsveitin Ég hafa hlotið nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið jákvæða dóma fyrir plötur sínar. Netmiðillinn Nútíminn greinir frá andláti Róberts og segir fráfall hans hafa verið skyndilegt. Hann var fæddur árið 1977. Einn af vinum Róberts Arnar, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi hefur sett inn lag með Spilagöldrum, sem hann söng með og segir „Elsku besti vinur minn“ og hjarta við. Í athugasemdum hrannast inn samúðarkveðjurnar. Þá minnist Jón Ólafsson tónlistarmaður Róberts, segir hann hafa verið þeirrar gerðar að hafa aldrei gefið afslátt af sínum skoðunum og staðið fast á sínu. „Smekkur hans var kýrskýr og hann spilaði á hin ýmsu hljóðfæri. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat gert fínar upptökur við ófullkomnar aðstæður og hann beitti ýmsum ráðum til að ná sínu fram. Hann var skemmtilegur trymbill og gítarleikari en ég hreifst einna mest af bassasándinu hjá honum og þessum fína 70's hljómi sem hann galdraði fram.“ Jón segir þá sögu af samskiptum við Róbert Örn en segist við svo búið vita að hann hafi verið umdeildur maður enda með sterkar skoðanir. „Og sumum fannst erfitt að vinna með honum af sömu orsökum en allir sem komust í tónlistarlegt návígi við hann eru sammála um að hann var stórmerkilegur tónlistarmaður sem fór sínar eigin leiðir við upptökur, laga- og textasmíðar og hljóðfæraleik. Þegar ég gerði sólóplötu mína, Fiska, árið 2017 fékk ég hann til að spila á bassa við eitt laganna og hann gerði það alveg stórkostlega og mér þykir einstaklega vænt um að við höfum náð þarna nokkrum mínútum í tónlistarlegu samfloti.“ Hljómsveitin Ég var gestur í þætti Loga Bergmann, en hann hljómsveitina um að semja og svo fremja lag af tilefni HM í handbolta 2011 þætti sínum sem átti að fara fram í beinni útsendingu nokkrum dögum síðar. „Að sjálfsögðu var það gert fyrir hann og tækifæri fyrir hljómsveitina að gefa landsliðinu ráð tryggt: Vörn er besta sóknin,“ segir í texta þar sem laginu er fylgt úr hlaði á YouTube: Andlát Tónlist Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Þá spilaði hann undir, útsetti og hljóðblandaði þrjár plötur Sölva Jónssonar (Dölla) og gerði eina hljómplötu með hljómsveitinni Spilagaldrar. Róbert Örn og Hljómsveitin Ég hafa hlotið nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið jákvæða dóma fyrir plötur sínar. Netmiðillinn Nútíminn greinir frá andláti Róberts og segir fráfall hans hafa verið skyndilegt. Hann var fæddur árið 1977. Einn af vinum Róberts Arnar, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi hefur sett inn lag með Spilagöldrum, sem hann söng með og segir „Elsku besti vinur minn“ og hjarta við. Í athugasemdum hrannast inn samúðarkveðjurnar. Þá minnist Jón Ólafsson tónlistarmaður Róberts, segir hann hafa verið þeirrar gerðar að hafa aldrei gefið afslátt af sínum skoðunum og staðið fast á sínu. „Smekkur hans var kýrskýr og hann spilaði á hin ýmsu hljóðfæri. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat gert fínar upptökur við ófullkomnar aðstæður og hann beitti ýmsum ráðum til að ná sínu fram. Hann var skemmtilegur trymbill og gítarleikari en ég hreifst einna mest af bassasándinu hjá honum og þessum fína 70's hljómi sem hann galdraði fram.“ Jón segir þá sögu af samskiptum við Róbert Örn en segist við svo búið vita að hann hafi verið umdeildur maður enda með sterkar skoðanir. „Og sumum fannst erfitt að vinna með honum af sömu orsökum en allir sem komust í tónlistarlegt návígi við hann eru sammála um að hann var stórmerkilegur tónlistarmaður sem fór sínar eigin leiðir við upptökur, laga- og textasmíðar og hljóðfæraleik. Þegar ég gerði sólóplötu mína, Fiska, árið 2017 fékk ég hann til að spila á bassa við eitt laganna og hann gerði það alveg stórkostlega og mér þykir einstaklega vænt um að við höfum náð þarna nokkrum mínútum í tónlistarlegu samfloti.“ Hljómsveitin Ég var gestur í þætti Loga Bergmann, en hann hljómsveitina um að semja og svo fremja lag af tilefni HM í handbolta 2011 þætti sínum sem átti að fara fram í beinni útsendingu nokkrum dögum síðar. „Að sjálfsögðu var það gert fyrir hann og tækifæri fyrir hljómsveitina að gefa landsliðinu ráð tryggt: Vörn er besta sóknin,“ segir í texta þar sem laginu er fylgt úr hlaði á YouTube:
Andlát Tónlist Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira