Lífið

Aníta Briem og Haf­þór eiga von á barni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Aníta Briem er ein efnilegasta leikkona okkar Íslendinga.
Aníta Briem er ein efnilegasta leikkona okkar Íslendinga. Vísir/Vilhelm

Leikkonan Aníta Briem og Hafþór Waldorff eiga von á sínu fyrsta barni saman. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hún von á sér í nóvember. 

Fyrir á Aníta eina stúlku með þáverandi eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus. Aníta og Hafþór byrjuðu að slá sér upp síðastliðið haust. 

Þau hafa undanfarið unnið náið saman í kvikmyndageiranum. Nokkur aldursmunur er á parinu eða um tólf ár. Aníta er fædd árið 1982 og Hafþór 1994. 

Nýverið festi parið kaup á sinni fyrstu eign saman. Um er að ræða fallega rishæð við Bárugötu í Reykjavík.

Aníta er ein hæfileikaríkasta leikkona okkar Íslendinga. Hún flutti heim til Íslands árið 2020 eftir farsælan feril erlendis og hefur síðan þá verið iðin við kolann hvað varðar íslenska kvikmyndagerðarlist. Má þar nefna kvikmyndina Skjálfta, Villibráð og Svari við Bréfi Helgu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×