Körfubolti

Ho You Fat í Hauka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ho You Fat á eftir að vekja athygli í Subway-deildinni.
Ho You Fat á eftir að vekja athygli í Subway-deildinni. vísir/getty

Subway-deildarlið Hauka er byrjað að styrkja sig fyrir átökin næsta vetur og er búið að semja við reynslumikinn leikmann.

Sá heitir Steeve Ho You Fat og er 36 ára gamall. Hann spilaði í frönsku B-deildinni síðasta vetur og skilaði þar 11,5 stigum og tók 5 fráköst að meðaltali í leik.

„Ég er gríðarlega ánægður að hafa náð samningum við Steeve. Hann kemur með reynslu sem við þurfum í mjög svo unga leikmannahópinn okkar eftir frábæran feril í tveimur efstu deildum Frakklands sem eru sterkar, líkamlega erfiðar deildir,“ segir Mate Dalmay, þjálfari Hauka, í fréttatilkynningu.

Þessi leikmaður kemur frá Frönsku Gíneu þar sem fjölskyldan hans hefur séð um risahöfnina í Cayenne.

Óhætt er að segja að nafn leikmannsins hafi vakið athygli víða um heim en það kemur frá afa hans sem var kínverskur.

„Svona er þetta bara. Ég er stoltur af mínu nafni og mínum foreldrum,“ sagði Ho You Fat á sínum tíma um nafnið en hér má lesa meira um kappann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×