Einstakur Fender Telecaster í Hljóðfærahúsinu Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2024 14:11 Guðni Finnsson er harla ánægður með hljóðfærið en hver og einn gítar er þakinn frímerkjum frá ólíkum löndum. Draumur Mooney forstjóra Fender er að til verði 195 eintök þar sem hver gítar um sig er fulltrúi sinnar þjóðar en hann fórnaði frímerkjasafni sínu í verkefnið. aðsend Arnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins, hafði frétt af handsmíðuðum Fender Telecaster sem þakinn er íslenskum frímerkjum og var fljótur að festa sér gripinn. „Já, við hér í Hljóðfærahúsinu vorum að fá í hús glæsilegan „Custom shop Fender Telecaster“ sem er þakin íslenskum frímerkjum. Forstjóri Fender, Andy Mooney, er sem sagt mikill frímerkjasafnari og hann gerði nokkra gítara í þessum stíl, það er með frímerkjum nokkurra landa,“ segir Arnar Þór. Hér má sjá hvernig gítarinn hefur verið þakinn íslenskum frímerkjum.aðsend Arnar og Guðni Finnsson starfsmaður Hljóðfærahússins, eru að vonum spenntir að fá þetta einstaka hljóðfæri í hendur en að sögn Arnars er Guðni sérlegur sendiherra Fender á Íslandi. „Sá gullfallegi bassaleikari.“ Aðeins 50 gítarar af þessu tagi eru til og gaman að sá sem er með íslensku frímerkjunum hafi ratað hingað. Arnar Þór segir að auðvitað hafi þeir keypt hann inn. Guðni er sérlegur sendiherra Fender á Íslandi og hann er kátur með gítarinn.aðsend „Já, þetta er nýr gítar. Við vorum að trilla honum inn í búðina. Þetta er gæluverkefni forstjóra Fender, Mooney er merkilegur maður. Hann er frímerkjasafnari og gerði sem sagt þessa útgáfu. Já, hann er mikið nörd. Aldeilis. Ég hef því miður ekki hitt manninn en þetta virðist vera skemmtileg týpa.“ Arnar Þór er ekki frá því að þarna megi finna sjaldgæf frímerki. Hann segir þetta verkefni Mooney ekki fara hátt og hann hafi aðeins fundið einn gítar á netinu en sá er í Singapore. Arnar segir hljóðfærið dásamalegt og hann vonar að með tíð og tíma muni einhver íslenskur safnari eignast gripinn en hann er falur fyrir rúmar 800 þúsund krónur. Forstjóri Fender safnar jafnframt frímerkjum og Mooney notaði hluta safns síns í 50 handsmíðaða Fendergítara. Hver og einn gítar er einstakur en forstjórinn vill helga safn þessara 50 gítara lagi Lennon´s Imagine. Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Sjá meira
„Já, við hér í Hljóðfærahúsinu vorum að fá í hús glæsilegan „Custom shop Fender Telecaster“ sem er þakin íslenskum frímerkjum. Forstjóri Fender, Andy Mooney, er sem sagt mikill frímerkjasafnari og hann gerði nokkra gítara í þessum stíl, það er með frímerkjum nokkurra landa,“ segir Arnar Þór. Hér má sjá hvernig gítarinn hefur verið þakinn íslenskum frímerkjum.aðsend Arnar og Guðni Finnsson starfsmaður Hljóðfærahússins, eru að vonum spenntir að fá þetta einstaka hljóðfæri í hendur en að sögn Arnars er Guðni sérlegur sendiherra Fender á Íslandi. „Sá gullfallegi bassaleikari.“ Aðeins 50 gítarar af þessu tagi eru til og gaman að sá sem er með íslensku frímerkjunum hafi ratað hingað. Arnar Þór segir að auðvitað hafi þeir keypt hann inn. Guðni er sérlegur sendiherra Fender á Íslandi og hann er kátur með gítarinn.aðsend „Já, þetta er nýr gítar. Við vorum að trilla honum inn í búðina. Þetta er gæluverkefni forstjóra Fender, Mooney er merkilegur maður. Hann er frímerkjasafnari og gerði sem sagt þessa útgáfu. Já, hann er mikið nörd. Aldeilis. Ég hef því miður ekki hitt manninn en þetta virðist vera skemmtileg týpa.“ Arnar Þór er ekki frá því að þarna megi finna sjaldgæf frímerki. Hann segir þetta verkefni Mooney ekki fara hátt og hann hafi aðeins fundið einn gítar á netinu en sá er í Singapore. Arnar segir hljóðfærið dásamalegt og hann vonar að með tíð og tíma muni einhver íslenskur safnari eignast gripinn en hann er falur fyrir rúmar 800 þúsund krónur. Forstjóri Fender safnar jafnframt frímerkjum og Mooney notaði hluta safns síns í 50 handsmíðaða Fendergítara. Hver og einn gítar er einstakur en forstjórinn vill helga safn þessara 50 gítara lagi Lennon´s Imagine.
Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Sjá meira