Körfubolti

Alba Berlin tapaði úrslitaeinvíginu án Martins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Martin Hermannsson sneri aftur til liðsins í janúar og leiddi það langt en missti af síðustu leikjunum vegna meiðsla. 
Martin Hermannsson sneri aftur til liðsins í janúar og leiddi það langt en missti af síðustu leikjunum vegna meiðsla.  Bruno Dietrich / City-Press GmbH Bildagentur via Getty Images

Alba Berlin, lið Martins Hermannssonar, tapaði úrslitaeinvígi þýsku úrvalsdeildarinnar gegn Bayern Munchen. 

Martin hefur ekki verið með liðinu síðan hann tognaði aftan í læri í fjórða leik undanúrslitanna. Alba vann fimmta leikinn án hans og hélt áfram í úrslit gegn Bayern Munchen. 

Þar mættu Berlínarbúar ofjarli sínum og töpuðu einvíginu 3-1 eftir 88-82 tap á heimavelli í kvöld. 

Bayern Munchen er því tvöfaldur meistari í heimalandinu eftir bikarsigur í febrúar. 

Ítarlegt viðtal við Martin verður birt á Vísi í fyrramálið. Þar greinir hann frá meiðslunum, fer yfir endurkomuna til Alba og sumarið sem er framundan eftir svekkjandi tap. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×