Hélt að hásinin hefði slitnað: „Fékk svona tilfinningu eins og einhver hefði sparkað aftan í mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2024 08:01 Martin Hermannsson hefur verið lykilmaður síðan hann gekk aftur til liðs við Alba Berlin í janúar en hann gat ekki tekið þátt í úrslitaeinvíginu. Inaki Esnaola/Getty Images Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson meiddist á versta mögulega tíma og missti af úrslitaeinvígi þýsku úrvalsdeildarinnar þar sem Alba Berlin tapaði gegn Bayern Munchen. Meiðslin eru ekki mjög alvarleg, tognun í kálfa og Martin verður frá í 4-6 vikur. Hann hefur verið lykilmaður í liði Alba Berlin síðan hann sneri aftur til þýska liðsins í janúar en meiddist undir blálok fjórða leiks í undanúrslitum gegn Niners Chemnitz. Martin hafði átt frábæran leik og spilað stóran þátt í að tryggja oddaleik í einvíginu. „Það var lítill fyrirvari á þessu. Ég var búinn að vera slæmur í hásinunum síðustu tvær vikurnar. Svo bara gerist það að ég hoppa upp, átta sekúndur eftir af leiknum, og ég hélt fyrst að hásinin væri að fara. Fékk svona tilfinningu eins og einhver hefði sparkað aftan í mig. Sem betur fer var þetta í kálfanum.“ Undanúrslitaeinvígið vannst svo í oddaleik og Alba Berlin lék til úrslita gegn Bayern Munchen, en Martin gat ekki tekið þátt, sem er auðvitað gríðarlega svekkjandi. „Þú æfir allan veturinn fyrir þetta móment. Það er ekkert sjálfgefið að komast í úrslit. Tímasetningin á þessu gæti ekki verið verri.“ Mættu ofjarli sínum í úrslitum Bayern Munchen vann úrslitaeinvígið 3-1 eftir 88-82 sigur í fjórða leik liðanna í Berlín í gær. Alba tókst næstum því að snúa leiknum við undir lokin og knýja fram oddaleik en Bayern hélt út og er Þýskalandsmeistari, tvöfaldur meistari raunar eftir bikarsigur í febrúar. „Hundfúlt, en á sama tíma er margt mjög jákvætt á þessu tímabili og við getum verið stoltir af því að fara í úrslit miðað við hvað var. Þessar íþróttir eru bara einn stór rússíbani af tilfinningum en það er náttúrulega glatað þegar þú ert kominn svona langt að klára þetta. Þá hefðirðu getað farið í sumarfrí fyrir fjórum vikum, ef við ætlum ekki að klára þetta almennilega.“ Viðtalið og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. 14. mars 2024 19:16 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Sjá meira
Meiðslin eru ekki mjög alvarleg, tognun í kálfa og Martin verður frá í 4-6 vikur. Hann hefur verið lykilmaður í liði Alba Berlin síðan hann sneri aftur til þýska liðsins í janúar en meiddist undir blálok fjórða leiks í undanúrslitum gegn Niners Chemnitz. Martin hafði átt frábæran leik og spilað stóran þátt í að tryggja oddaleik í einvíginu. „Það var lítill fyrirvari á þessu. Ég var búinn að vera slæmur í hásinunum síðustu tvær vikurnar. Svo bara gerist það að ég hoppa upp, átta sekúndur eftir af leiknum, og ég hélt fyrst að hásinin væri að fara. Fékk svona tilfinningu eins og einhver hefði sparkað aftan í mig. Sem betur fer var þetta í kálfanum.“ Undanúrslitaeinvígið vannst svo í oddaleik og Alba Berlin lék til úrslita gegn Bayern Munchen, en Martin gat ekki tekið þátt, sem er auðvitað gríðarlega svekkjandi. „Þú æfir allan veturinn fyrir þetta móment. Það er ekkert sjálfgefið að komast í úrslit. Tímasetningin á þessu gæti ekki verið verri.“ Mættu ofjarli sínum í úrslitum Bayern Munchen vann úrslitaeinvígið 3-1 eftir 88-82 sigur í fjórða leik liðanna í Berlín í gær. Alba tókst næstum því að snúa leiknum við undir lokin og knýja fram oddaleik en Bayern hélt út og er Þýskalandsmeistari, tvöfaldur meistari raunar eftir bikarsigur í febrúar. „Hundfúlt, en á sama tíma er margt mjög jákvætt á þessu tímabili og við getum verið stoltir af því að fara í úrslit miðað við hvað var. Þessar íþróttir eru bara einn stór rússíbani af tilfinningum en það er náttúrulega glatað þegar þú ert kominn svona langt að klára þetta. Þá hefðirðu getað farið í sumarfrí fyrir fjórum vikum, ef við ætlum ekki að klára þetta almennilega.“ Viðtalið og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. 14. mars 2024 19:16 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Sjá meira
Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. 14. mars 2024 19:16