Yngsti þjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2024 23:17 Nýr þjálfari Brighton er stemningsmaður. Stuart Franklin/Getty Images Brighton & Hove Albion heldur áfram að fara ótroðnar slóðir í þjálfararáðningum sínum en nýr þjálfari liðsins mun verða sá yngsti í sögu ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Þegar Roberto De Zerbi ákvað að segja skilið við Brighton eftir tæplega tvö tímabil við stjórnvölin var næsta víst að Brighton myndi fara sínar eigin leiðir þegar kæmi að því að ráða nýjan stjóra. De Zerbi var óvænt ráðning enda aðeins starfað í Úkraínu og Ítalíu þar sem hann náði misjöfnum árangri en spilaði þó alltaf áferðafallega knattspyrnu. Þar áður var Graham Potter nokkuð óvænt ráðning en hann hafði átt fínt tímabil með Swansea City eftir að skapa sér nafn hjá Östersund í Svíþjóð. Nýr þjálfari Brighton er svo heldur betur óvæntur en það er hinn 31 árs gamli Fabian Hürzeler. Hann verður um leið yngsti þjálfari í sögu deildarinnar. We are pleased to confirm that Fabian Hürzeler will become our new men’s first-team head coach. 💙🤍 Fabian has agreed a contract until June 2027. Once his work permit is processed, he will begin work straight away! 🤝— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) June 15, 2024 Hürzeler hefur þjálfað St. Pauli síðan 2022 og kom liðinu upp í þýsku úrvalsdeildina á nýafstöðnu tímabili. Þar áður stýrði hann FC Pipinsried í neðri deildum Þýskalands ásamt því að spila með liðinu. Þjálfarinn ungi var á sínum tíma efnilegur leikmaður og á landsleiki með U15-U19 ára landsliðum Þýskalands. Spilaði hann með stórum félögum - Bayern München, Hoffenheim og 1860 München – en hins vegar eingöngu með varaliðum þeirra. Það virðist hafa verið rétt skref að snúa sér að þjálfun en hann mun nú stýra Brighton í því sem er af mörgum talið vera sterkasta deild heims. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Þegar Roberto De Zerbi ákvað að segja skilið við Brighton eftir tæplega tvö tímabil við stjórnvölin var næsta víst að Brighton myndi fara sínar eigin leiðir þegar kæmi að því að ráða nýjan stjóra. De Zerbi var óvænt ráðning enda aðeins starfað í Úkraínu og Ítalíu þar sem hann náði misjöfnum árangri en spilaði þó alltaf áferðafallega knattspyrnu. Þar áður var Graham Potter nokkuð óvænt ráðning en hann hafði átt fínt tímabil með Swansea City eftir að skapa sér nafn hjá Östersund í Svíþjóð. Nýr þjálfari Brighton er svo heldur betur óvæntur en það er hinn 31 árs gamli Fabian Hürzeler. Hann verður um leið yngsti þjálfari í sögu deildarinnar. We are pleased to confirm that Fabian Hürzeler will become our new men’s first-team head coach. 💙🤍 Fabian has agreed a contract until June 2027. Once his work permit is processed, he will begin work straight away! 🤝— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) June 15, 2024 Hürzeler hefur þjálfað St. Pauli síðan 2022 og kom liðinu upp í þýsku úrvalsdeildina á nýafstöðnu tímabili. Þar áður stýrði hann FC Pipinsried í neðri deildum Þýskalands ásamt því að spila með liðinu. Þjálfarinn ungi var á sínum tíma efnilegur leikmaður og á landsleiki með U15-U19 ára landsliðum Þýskalands. Spilaði hann með stórum félögum - Bayern München, Hoffenheim og 1860 München – en hins vegar eingöngu með varaliðum þeirra. Það virðist hafa verið rétt skref að snúa sér að þjálfun en hann mun nú stýra Brighton í því sem er af mörgum talið vera sterkasta deild heims.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira