Ronaldo hlustaði ekki á meðan aðrir vildu Ancelotti eða Zidane Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 09:30 Ronaldo hafði lítinn áhuga á því sem Ten Hag hafði að segja. Matthew Ashton/Getty Images Það hefur mikið gengið á hjá Manchester United síðan Erik Ten Hag tók við liðinu sumarið 2022. Hann verður áfram með liðið eftir en eftir slaka spilamennsku í bæði deild og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð skoðaði félagið þjálfaramarkaðinn áður en það ákvað að halda Hollendingnum. The Athletic greinir nú frá því sem fram hefur gengið á hjá félaginu undanfarin misseri en Ten Hag hefur þurft að glíma við ótrúlega hluti bæði innan vallar sem utan. Það var snemma ljóst að Cristiano Ronaldo og leikstíll Ten Hag áttu ekki skap saman en upphaflega vildi sá hollenski spila af mikilli ákefð og pressa hátt, eitthvað sem leikmannahópur Man United var ófær um. Ten Hag var tilbúinn að gefa Ronaldo smá slaka og í stað þess að biðja hann um þrjú pressuhlaup, sem hann myndi biðja yngri leikmenn um, þá var þeim fækkað niður í tvö. Sem dæmi ef Ronaldo myndi pressa varnarmann þá ætti hann að pressa næstu sendingu eftir á og svo skila sér niður í stöðu ef það bæri ekki árangur. Þrátt fyrir að þjálfarateymið færi yfir þetta með Ronaldo og hafi ítrekað beðið Portúgalann um þetta þá sýndi hann engan vilja til þess á æfingum né í leikjum samkvæmt heimildum The Athletic. Á endanum var Ronaldo svo gefinn til Sádi-Arabíu þar sem hann nýtur sín í botn og skorar og skorar án þess þó að vinna þá titla sem skipta máli. ■ Ten Hag's principles, tensions with Casemiro & Varane■ Vegas night out & complaints of “bad cop, bad cop”■ Transfer letdowns & wait for doctor■ Brailsford and Rashford's one-on-oneInside the #MUFC season that put Erik ten Hag under review📝 @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 14, 2024 Þá voru Casemiro og Raphael Varane ekki hrifnir af leikstíl eða æfingaálagi Ten Hag. Nefndu þeir Zinedine Zidane og Carlo Ancelotti, tvo af þeim mönnum sem þjálfuðu þá hjá Real Madríd, sem dæmi um þjálfara sem gæfu leikmönnum meira frjálsræði innan vallar sem utan. Ofan á þetta hefur Ten Hag þurft að glíma við Jadon Sancho sem fór í fýlu eftir að gagnrýna þjálfarann opinberlega, kynferðisofbeldismál Mason Greenwood og þar fram eftir götunum. Með nýju eignarhaldi virðist þó vera að rofa til og það verður forvitnilegt að sjá hvað Man United gerir á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið hefur nú þegar boðið í Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton, og er orðað við Matthijs de Ligt, miðvörð Bayern München og fyrrum lærisvein Ten Hag hjá Ajax. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Hann verður áfram með liðið eftir en eftir slaka spilamennsku í bæði deild og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð skoðaði félagið þjálfaramarkaðinn áður en það ákvað að halda Hollendingnum. The Athletic greinir nú frá því sem fram hefur gengið á hjá félaginu undanfarin misseri en Ten Hag hefur þurft að glíma við ótrúlega hluti bæði innan vallar sem utan. Það var snemma ljóst að Cristiano Ronaldo og leikstíll Ten Hag áttu ekki skap saman en upphaflega vildi sá hollenski spila af mikilli ákefð og pressa hátt, eitthvað sem leikmannahópur Man United var ófær um. Ten Hag var tilbúinn að gefa Ronaldo smá slaka og í stað þess að biðja hann um þrjú pressuhlaup, sem hann myndi biðja yngri leikmenn um, þá var þeim fækkað niður í tvö. Sem dæmi ef Ronaldo myndi pressa varnarmann þá ætti hann að pressa næstu sendingu eftir á og svo skila sér niður í stöðu ef það bæri ekki árangur. Þrátt fyrir að þjálfarateymið færi yfir þetta með Ronaldo og hafi ítrekað beðið Portúgalann um þetta þá sýndi hann engan vilja til þess á æfingum né í leikjum samkvæmt heimildum The Athletic. Á endanum var Ronaldo svo gefinn til Sádi-Arabíu þar sem hann nýtur sín í botn og skorar og skorar án þess þó að vinna þá titla sem skipta máli. ■ Ten Hag's principles, tensions with Casemiro & Varane■ Vegas night out & complaints of “bad cop, bad cop”■ Transfer letdowns & wait for doctor■ Brailsford and Rashford's one-on-oneInside the #MUFC season that put Erik ten Hag under review📝 @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 14, 2024 Þá voru Casemiro og Raphael Varane ekki hrifnir af leikstíl eða æfingaálagi Ten Hag. Nefndu þeir Zinedine Zidane og Carlo Ancelotti, tvo af þeim mönnum sem þjálfuðu þá hjá Real Madríd, sem dæmi um þjálfara sem gæfu leikmönnum meira frjálsræði innan vallar sem utan. Ofan á þetta hefur Ten Hag þurft að glíma við Jadon Sancho sem fór í fýlu eftir að gagnrýna þjálfarann opinberlega, kynferðisofbeldismál Mason Greenwood og þar fram eftir götunum. Með nýju eignarhaldi virðist þó vera að rofa til og það verður forvitnilegt að sjá hvað Man United gerir á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið hefur nú þegar boðið í Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton, og er orðað við Matthijs de Ligt, miðvörð Bayern München og fyrrum lærisvein Ten Hag hjá Ajax.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira