Golf

DeCham­beau leiðir með þremur fyrir loka­daginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bryson DeChambeau er í forystu.
Bryson DeChambeau er í forystu. AP Photo/Matt York

Bryson DeChambeau er með þriggja högga forystu fyrir lokadag Opna bandaríska meistaramótsins í golfi sem fram fer á Pinehurst-vellinum í Norður Karólínu. Rory McIlroy, Patrick Cantley og Matthieu Pavon eru jafnir í öðru sæti.

Eins og áður hefur komið fram er Pinehurst-völlurinn gríðarlega líkamlega erfiður viðureignar. Þrátt fyrir að DeChambeau hafi þurft að nýta sér liðsinni sjúkraþjálfara á þriðja hring þá hafði ekki áhrif á hversu afslappaður hann var.

Á milli hola sást hann spjalla við áhorfendur, árita hluti sem og hann fagnaði gríðarlega þegar hann kláraði holu með fugli. Hann leiddi með fjórum höggum eftir 14. holu en fékk tvöfaldan skolla á 16. holu.

Þegar uppi var staðið og hringnum lauk var hann á sjö höggum undir pari, þremur höggum á undan þremenningunum í öðru sæti.

Lokadagur mótsins er í beinni útsendingu Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 13.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×