Körfubolti

Njarð­vík yfir­gefur Ljónagryfjuna og fær nýjan heimavöll af­hentan í sumar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Nýr heimavöllur Njarðvíkur við Stapaskóla verður afhentur þann 29. júlí næstkomandi. 
Nýr heimavöllur Njarðvíkur við Stapaskóla verður afhentur þann 29. júlí næstkomandi. 

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur yfirgefur hina fornfrægu Ljónagryfju. Nýr heimvöllur  í nýju íþróttahúsi við Stapaskóla verður afhentur þann 29. júlí næstkomandi.

Ljónagryfjan hefur verið heimili Njarðvíkur í rúmlega 70 ár. Þar hampaði félagið flestum af 19 Íslandsmeistaratitlum sínum í körfubolta karla og kvenna.

Framkvæmdir hófust við „nýju Ljónagryfjuna“ á síðasta ári, íþróttahús ásamt sundlaug við Stapaskóla í Innri-Njarðvík.

Þetta eru ekki einu breytingarnar hjá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur en Rúnar Ingi Erlingsson tók við þjálfun karlaliðsins af Benedikti Guðmundssyni eftir tímabilið og Einar Árni Jóhannsson tók við störfum Rúnars með kvennaliðið.

Njarðvík varð Íslandsmeistari árið 2022 undir stjórn Rúnars Inga.vísir / bára

Halldór Karlsson mun áfram halda störfum sem formaður deildarinnar.

„Framundan bíður okkar Njarðvíkinga það verkefni að hefja starfsemi á nýjum heimavelli í Stapaskóla. Bæjaryfirvöld hafa tjáð deildinni að Stapaskóli verði reiðubúinn til afhendingar þann 29. júlí næstkomandi. Á komandi tímabili verðum við því á nýjum stað og mikið af spennandi hlutum í gangi enda eru vinsældir körfuboltans sífellt að aukast,” sagði Halldór þegar ný stjórn var kjörin á auka-aðalfundi félagsins þann 5. júní síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×