DeChambeau hljóp um og leyfði áhorfendum að snerta bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 10:01 Bryson DeChambeau fór með bikarinn til áhorfenda því hann vildi þakka fyrir góðan stuðning á mótinu. AP/Frank Franklin Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau var í miklu stuði eftir sigur sinn á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær. DeChambeau tryggði sér sigurinn með því að setja niður fjögurra metra pútt á átjándu holunni. Það hjálpaði honum vissulea mikið að Norður-Írinn Rory McIlroy fékk þrjá skolla á síðustu fjórum holunum. Þeir höfðu samt verið að skiptast á um forystuna því DeChambeau átti einnig slæman kafla á hringnum eftir að hafa byrjað daginn í fyrsta sætinu. Þetta er annar risatitill DeChambeau á ferlinum. „Þetta er risastórt og ein af stærstu stundunum í mínu lífi,“ sagði DeChambeau sem vann opna bandaríska meistaramótið einnig árið 2020. McIlroy varð aftur á móti í fjórða sinn í öðru sæti á risamóti síðan að hann vann síðast slíkt mót árið 2014. McIlroy klikkaði á pútti á lokaholunni sem gaf DeChambeau tækifæri á því að vinna. „Rory er einn sá besti sem hefur spilað þessa íþrótt. Að fá að glíma við svo öflugan kylfing er mjög sérstakt fyrir mig. Ég myndi samt ekki óska neinum það að klúðra svona pútti eins og hann gerði á átjándu. Sem betur fer þá féll þetta með því að þessu sinni,“ sagði DeChambeau. DeChambeau var hoppandi glaður eftir keppnina, hljóp með bikarinn um Pinehurst golfvöllinn og leyfði áhorfendum að snerta bikarinn. Fréttamenn Sky Sports reyndu að ná viðtali við hann eins og sjá má hér fyrir neðan. DeChambeau hafði þó lítinn tíma í slíkt því hann vildi þakka stuðningsmönnum sínum fyrir. „Þetta er stórkostlegt en sjáið þetta,“ sagði DeChambeau og fór með bikarinn til áhorfendanna eins og sjá má hér fyrir neðan. "Watch this!" Bryson DeChambeau is BOX office with the fans 🤩🏆 pic.twitter.com/pQNFL8HamJ— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) June 16, 2024 Golf Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
DeChambeau tryggði sér sigurinn með því að setja niður fjögurra metra pútt á átjándu holunni. Það hjálpaði honum vissulea mikið að Norður-Írinn Rory McIlroy fékk þrjá skolla á síðustu fjórum holunum. Þeir höfðu samt verið að skiptast á um forystuna því DeChambeau átti einnig slæman kafla á hringnum eftir að hafa byrjað daginn í fyrsta sætinu. Þetta er annar risatitill DeChambeau á ferlinum. „Þetta er risastórt og ein af stærstu stundunum í mínu lífi,“ sagði DeChambeau sem vann opna bandaríska meistaramótið einnig árið 2020. McIlroy varð aftur á móti í fjórða sinn í öðru sæti á risamóti síðan að hann vann síðast slíkt mót árið 2014. McIlroy klikkaði á pútti á lokaholunni sem gaf DeChambeau tækifæri á því að vinna. „Rory er einn sá besti sem hefur spilað þessa íþrótt. Að fá að glíma við svo öflugan kylfing er mjög sérstakt fyrir mig. Ég myndi samt ekki óska neinum það að klúðra svona pútti eins og hann gerði á átjándu. Sem betur fer þá féll þetta með því að þessu sinni,“ sagði DeChambeau. DeChambeau var hoppandi glaður eftir keppnina, hljóp með bikarinn um Pinehurst golfvöllinn og leyfði áhorfendum að snerta bikarinn. Fréttamenn Sky Sports reyndu að ná viðtali við hann eins og sjá má hér fyrir neðan. DeChambeau hafði þó lítinn tíma í slíkt því hann vildi þakka stuðningsmönnum sínum fyrir. „Þetta er stórkostlegt en sjáið þetta,“ sagði DeChambeau og fór með bikarinn til áhorfendanna eins og sjá má hér fyrir neðan. "Watch this!" Bryson DeChambeau is BOX office with the fans 🤩🏆 pic.twitter.com/pQNFL8HamJ— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) June 16, 2024
Golf Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira