Gagnrýndir fyrir Gullit gervið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 12:00 Hollensku stuðningsmennirnir í gervi Ruud Gullit á fyrsta leik Hollendinga á Evrópumótinu. Getty/Catherine Ivill Stuðningsmenn hollenska landsliðsins vöktu athygli í sjónvarpsútsendingu frá leik Hollands og Póllands á EM í fótbolta um helgina en margir hafa fordæmi gervi þeirra á samfélagsmiðlum. Hollensku stuðningsmennirnir völdu það að heiðra minningu hollenska landsliðsins frá 1988 sem er það eina í sögu þjóðarinnar sem hefur unnið stórmót. Félagarnir klæddust þar með búningi Evrópumeistaraliðsins frá 1988 en það var þó ekki það sem fór fyrir brjóstið á mörgum. Ekki heldur það að þeir væru með svokallaða dreadlocks hárkollu eða yfirvaraskegg. A group of Dutch fans dressed as Gullit during their match against Poland. Read more: https://t.co/zEC48OCpmu pic.twitter.com/lGnteFimz4— Mail Sport (@MailSport) June 17, 2024 Það sem hneykslaði fólk var sú staðreynd að þetta voru hvítir menn sem máluðu sig svarta í framan til að líkja sem best eftir Ruud Gullit, fyrirliða hollenska landsliðsins frá 1988. Svokallað Blackface þykir rasismi af verstu gerð en þetta þekktist í suðurríkjum Bandaríkjanna á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar þegar hvítir leikarar eða söngvarar fóru í gervi svartra. Gullit gervið hneykslaði því marga sem sáu það á skjánum hjá sér en auðvitað þótti öðrum það sakleysislegt. Það mátti því sjá ýmis viðbrögð við Gullit gervinu en þetta vakti talsverða athygli. Gervið hafði þó væntanlega ekkert með kynþáttafordóma að gera heldur ætluðu hollensku stuðningsmennirnir eflaust aðeins að heiðra minningu eins besta hollenska fótboltamanns sögunnar. Ruud Gullit skoraði 17 mörk í 66 landsleikjum frá 1981 til 1994 og eitt af mörkunum kom í úrslitaleik EM árið 1988. Hann tók þá við Evrópubikarnum í leikslok. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá AC Milan þar sem hann fékk Gullhnöttinn sem besti leikmaður Evrópu árið 1987. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Hollensku stuðningsmennirnir völdu það að heiðra minningu hollenska landsliðsins frá 1988 sem er það eina í sögu þjóðarinnar sem hefur unnið stórmót. Félagarnir klæddust þar með búningi Evrópumeistaraliðsins frá 1988 en það var þó ekki það sem fór fyrir brjóstið á mörgum. Ekki heldur það að þeir væru með svokallaða dreadlocks hárkollu eða yfirvaraskegg. A group of Dutch fans dressed as Gullit during their match against Poland. Read more: https://t.co/zEC48OCpmu pic.twitter.com/lGnteFimz4— Mail Sport (@MailSport) June 17, 2024 Það sem hneykslaði fólk var sú staðreynd að þetta voru hvítir menn sem máluðu sig svarta í framan til að líkja sem best eftir Ruud Gullit, fyrirliða hollenska landsliðsins frá 1988. Svokallað Blackface þykir rasismi af verstu gerð en þetta þekktist í suðurríkjum Bandaríkjanna á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar þegar hvítir leikarar eða söngvarar fóru í gervi svartra. Gullit gervið hneykslaði því marga sem sáu það á skjánum hjá sér en auðvitað þótti öðrum það sakleysislegt. Það mátti því sjá ýmis viðbrögð við Gullit gervinu en þetta vakti talsverða athygli. Gervið hafði þó væntanlega ekkert með kynþáttafordóma að gera heldur ætluðu hollensku stuðningsmennirnir eflaust aðeins að heiðra minningu eins besta hollenska fótboltamanns sögunnar. Ruud Gullit skoraði 17 mörk í 66 landsleikjum frá 1981 til 1994 og eitt af mörkunum kom í úrslitaleik EM árið 1988. Hann tók þá við Evrópubikarnum í leikslok. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá AC Milan þar sem hann fékk Gullhnöttinn sem besti leikmaður Evrópu árið 1987.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira