Fótbolti

Sjáðu mörkin sem voru dæmd af Lukaku og sjálfsmarkið sem reddaði Frökkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku hélt að hann hefði skorað tvisvar sinnum í gær en hvorugt markið fékk að standa.
Romelu Lukaku hélt að hann hefði skorað tvisvar sinnum í gær en hvorugt markið fékk að standa. Getty/Stu Forster

Frakkar kláruðu sinn leik á Evrópumótinu í fótbolta í gær en ekki er hægt að segja það sama um nágranna þeirra í Belgíu.

Slóvakar komu flestum á óvart með 1-0 sigri á Belgíu í fyrsta leik þjóðanna á EM í Þýskalandi. Belgarnir fóru vissulega mjög illa með mörg færi í leiknum og þá voru tvö mörk dæmd af Romelu Lukaku.

Lukaku varð þar með sá fyrsti í EM-sögunni til láta dæma tvö mörk af sér með myndbandsdómgæslu.

Sigurmark Slóvakíu skoraði Ivan Schranz strax á sjöundu mínútu leiksins.

Maximilian Wöber varð fyrir því óláni að skalla fyrirgjöf Kylian Mbappé í eigið mark og það var eina markið í leik Frakklands og Austurríkis.

Það má sjá mörkin og helstu atvik úr þessum tveimur leikjum hér fyrir neðan. Þar má sjá Mbappé meðal annars klúðra algjöru dauðafæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×