„Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2024 10:54 Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Emil Þór Jóhannsson. Þau eignuðust sitt fyrsta barn fyrir tíu árum og sitt þriðja í janúar. Á þeim tíma hafa aðstæður nýbakaðra foreldra ekki hafa batnað, að sögn Sylvíu. Aðsent „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem vakið hefur athygli á bágri stöðu nýbakaðra foreldra. Hún kveðst hafa fengið ábendingar um gjaldþrot foreldra sem hafi tekið sér fæðingarorlof og spyr hvort það sé orðinn lúxus að fjölga sér. Færsla Sylvíu á Instagram í vikunni hefur vakið mikla athygli. Þar beinir hún sjónum að því 6-8 mánaða-bili sem foreldrar þurfi að brúa áður en barn fær almennt pláss á leikskóla. Hún segir kerfið halda konum niðri, þar sem þær taki almennt þungann af fæðingarorlofinu. View this post on Instagram A post shared by 𝐒𝐘𝐋𝐕𝐈𝐀 𝐁𝐑𝐈𝐄𝐌 𝐅𝐑𝐈𝐃𝐉𝐎𝐍𝐒 🐊 (@sylviafridjons) „Það eru greinilega allir komnir með nóg af þessu,“ segir Sylvía Briem sem ræddi málin í Bítinu. Hún bjóst ekki við því að færsla hennar myndi vekja svona mikil viðbrögð. Í janúar síðastliðnum eignaðist hún sitt þriðja barn og hafði stefnt að því að taka sér tólf mánaða orlof. „Ég veit að leikskólinn er aldrei að taka við honum 12 mánaða. Ef ég ætla með hann til dagmömmu í janúar á næsta ári, þarf ég að byrja að greiða af plássinu núna í september,“ segir Sylvía. Það sé vegna þess að börn séu aðeins tekin inn til dagforeldra að hausti. „100 þúsund krónur á mánuði. Ég þekki fólk sem er að greiða töluvert meira, hátt í 200 þúsund. Ég er að borga rúmlega 400 þúsund í heildina til að koma barninu inn. Þetta meikar engan sense og dagmæður hafa kannski bara fimm börn á mann og þurfa að fá greitt fyrir vinnuna sína. En það er ekki hægt að mismuna foreldrum eftir því hvenær árs börn þeirra fæðast.“ Gjaldþrot vegna fæðingarorlofs „Það er heppni ef þú ert að koma átján mánaða inn. Oft er það tveggja ára, en þú ert búinn í orlofi eftir 12 mánuði,“ segir Sylvía og kallar eftir meira frelsi til þess að velja orlofsmánuði. „Við erum með þrýstihóp sem er bugaður. Ég hef átt börn í tíu ár. Þetta var mjög slæmt þegar ég átti fyrsta strákinn minn. Ég fékk 37 þúsund í fæðingarstyrk og maðurinn minn vann eins og ég veit ekki hvað ásamt því að vera í námi. Ég upplifði mikinn kvíða og það hafði mikil áhrif á tengslamyndun og annað. Ég keypti þurrmjólk í staðinn fyrir mat fyrir mig,“ segir Sylvía. Hún hafi nýlega fengið ábendingar um gjaldþrot vegna fæðingarorlofs. „Svo erum við að furða okkur á því af hverju fólk ekki að fjölga sér og fæðingartíðni komin undir tvö börn?“ „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu. Bakvið tölurnar er bara fullt af fólki að bugast. Vinkona mín sagði við mig í gær:„ég er búin í orlofi og ég bara get ekki hugsað mér að fara inn í þessa umræðu aftur. Þannig ég er farin““. Sylvía minnir á undirskriftarlista á island.is þar sem þess er krafist að stjórnvöld „setji börnin okkar í forgang“. Enn í fersku minni Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hrósaði Sylvíu fyrir að halda þingmönnum við efnið í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar segir hún tímann milli fæðingarorlofs og dagvistunar enn í fersku minni. „Ég taldist lánsöm, en í tvö ár keyrði ég úr Grafarvogi vestur í bæ þar sem ég fékk ungbarnapláss fyrir þau frá eins árs aldri. Ég greiddi m.a.s. fyrir annað plássið í nokkra mánuði á meðan ég kláraði fæðingarorlofið til að halda því fráteknu. Svona af því að fjárhæðin sem ég fékk greidda í framlengdu orlofi dugðu fyrir svo miklum útgjöldum,“ skrifar Diljá Mist. „Eins og Sylvía bendir réttilega á bera konur hitann og þungann af því að brúa bilið. Þær taka lengra fæðingarorlof og missa jafnvel atvinnu sína ef engin dagvistunarúrræði eru í boði að loknu orlofi. Konur verða því fyrir enn meiri tekjumissi, dragast aftur úr framgangsröð í starfi og verða af lífeyristekjum í framtíðinni. Dagvistunarmálin eru þannig gríðarlega mikilvægt jafnréttismál.“ Hún segir því fróðlegt að fá umbeðna skýrslu frá innviðaráðherra um kostnað sem foreldrar þurfi að standa straum af eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til dagvistunarúrræði bjóðast. „Í því skyni er lykilatriði að afla upplýsinga um hvaða hlutfall foreldra er í þessari stöðu. Þá er mikilvægt að skoða ýmsar breytur í þessu samhengi, m.a. hjúskaparstöðu, félagslega stöðu og tekjur.“ Bítið Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Færsla Sylvíu á Instagram í vikunni hefur vakið mikla athygli. Þar beinir hún sjónum að því 6-8 mánaða-bili sem foreldrar þurfi að brúa áður en barn fær almennt pláss á leikskóla. Hún segir kerfið halda konum niðri, þar sem þær taki almennt þungann af fæðingarorlofinu. View this post on Instagram A post shared by 𝐒𝐘𝐋𝐕𝐈𝐀 𝐁𝐑𝐈𝐄𝐌 𝐅𝐑𝐈𝐃𝐉𝐎𝐍𝐒 🐊 (@sylviafridjons) „Það eru greinilega allir komnir með nóg af þessu,“ segir Sylvía Briem sem ræddi málin í Bítinu. Hún bjóst ekki við því að færsla hennar myndi vekja svona mikil viðbrögð. Í janúar síðastliðnum eignaðist hún sitt þriðja barn og hafði stefnt að því að taka sér tólf mánaða orlof. „Ég veit að leikskólinn er aldrei að taka við honum 12 mánaða. Ef ég ætla með hann til dagmömmu í janúar á næsta ári, þarf ég að byrja að greiða af plássinu núna í september,“ segir Sylvía. Það sé vegna þess að börn séu aðeins tekin inn til dagforeldra að hausti. „100 þúsund krónur á mánuði. Ég þekki fólk sem er að greiða töluvert meira, hátt í 200 þúsund. Ég er að borga rúmlega 400 þúsund í heildina til að koma barninu inn. Þetta meikar engan sense og dagmæður hafa kannski bara fimm börn á mann og þurfa að fá greitt fyrir vinnuna sína. En það er ekki hægt að mismuna foreldrum eftir því hvenær árs börn þeirra fæðast.“ Gjaldþrot vegna fæðingarorlofs „Það er heppni ef þú ert að koma átján mánaða inn. Oft er það tveggja ára, en þú ert búinn í orlofi eftir 12 mánuði,“ segir Sylvía og kallar eftir meira frelsi til þess að velja orlofsmánuði. „Við erum með þrýstihóp sem er bugaður. Ég hef átt börn í tíu ár. Þetta var mjög slæmt þegar ég átti fyrsta strákinn minn. Ég fékk 37 þúsund í fæðingarstyrk og maðurinn minn vann eins og ég veit ekki hvað ásamt því að vera í námi. Ég upplifði mikinn kvíða og það hafði mikil áhrif á tengslamyndun og annað. Ég keypti þurrmjólk í staðinn fyrir mat fyrir mig,“ segir Sylvía. Hún hafi nýlega fengið ábendingar um gjaldþrot vegna fæðingarorlofs. „Svo erum við að furða okkur á því af hverju fólk ekki að fjölga sér og fæðingartíðni komin undir tvö börn?“ „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu. Bakvið tölurnar er bara fullt af fólki að bugast. Vinkona mín sagði við mig í gær:„ég er búin í orlofi og ég bara get ekki hugsað mér að fara inn í þessa umræðu aftur. Þannig ég er farin““. Sylvía minnir á undirskriftarlista á island.is þar sem þess er krafist að stjórnvöld „setji börnin okkar í forgang“. Enn í fersku minni Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hrósaði Sylvíu fyrir að halda þingmönnum við efnið í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar segir hún tímann milli fæðingarorlofs og dagvistunar enn í fersku minni. „Ég taldist lánsöm, en í tvö ár keyrði ég úr Grafarvogi vestur í bæ þar sem ég fékk ungbarnapláss fyrir þau frá eins árs aldri. Ég greiddi m.a.s. fyrir annað plássið í nokkra mánuði á meðan ég kláraði fæðingarorlofið til að halda því fráteknu. Svona af því að fjárhæðin sem ég fékk greidda í framlengdu orlofi dugðu fyrir svo miklum útgjöldum,“ skrifar Diljá Mist. „Eins og Sylvía bendir réttilega á bera konur hitann og þungann af því að brúa bilið. Þær taka lengra fæðingarorlof og missa jafnvel atvinnu sína ef engin dagvistunarúrræði eru í boði að loknu orlofi. Konur verða því fyrir enn meiri tekjumissi, dragast aftur úr framgangsröð í starfi og verða af lífeyristekjum í framtíðinni. Dagvistunarmálin eru þannig gríðarlega mikilvægt jafnréttismál.“ Hún segir því fróðlegt að fá umbeðna skýrslu frá innviðaráðherra um kostnað sem foreldrar þurfi að standa straum af eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til dagvistunarúrræði bjóðast. „Í því skyni er lykilatriði að afla upplýsinga um hvaða hlutfall foreldra er í þessari stöðu. Þá er mikilvægt að skoða ýmsar breytur í þessu samhengi, m.a. hjúskaparstöðu, félagslega stöðu og tekjur.“
Bítið Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira