Lífið samstarf

Bylgju­lestin í bongó­blíðu á Þing­völlum

Bylgjulestin
Agnes Ýr, Kristín Ruth og Bragi Guðmunds áttu stórskemmtilegan dag á Þingvöllum síðasta laugardag þegar Bylgjulestin mætti í 80 ára afmæli lýðveldisins. Myndir/Hulda Margrét.
Agnes Ýr, Kristín Ruth og Bragi Guðmunds áttu stórskemmtilegan dag á Þingvöllum síðasta laugardag þegar Bylgjulestin mætti í 80 ára afmæli lýðveldisins. Myndir/Hulda Margrét.

Það var hátíðleg stemming á Þingvöllum þegar Bylgjulestin mætti í 80 ára afmæli lýðveldisins. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við starfsfólk Bylgjunnar eins og aðra gesti og voru allir gluggar Bylgjubílsins opnir upp á gátt.

Bragi Guðmunds og Kristín Ruth stóðu vaktina á laugardag en Kristín mætti á Þingvelli í stórglæsilegum þjóðbúningi og vakti verðskuldaða athygli. 

Kristín Ruth stóð vaktina á laugardag með Braga Guðmunds en hún mætti á Þingvelli í stórglæsilegum þjóðbúningi sem vakti athygli. Myndir/Hulda Margrét. 

Agnes Ýr var á vettvangi og afhenti Öskjupoka með glaðningi frá Bylgjunni og samstarfsaðilum auk þess sem hún stjórnaði sandpokakasti þar sem hægt var að næla sér í flotta vinninga.

Einar Bárðarson kíkti í heimsókn í Bylgjulestarbílinn. Agnes Ýr var á vettvangi og afhenti Öskjupoka með glaðningi frá Bylgjunni og samstarfsaðilum auk þess sem hún stjórnaði sandpokakasti. Myndir/Hulda Margrét.

„Svo kíktu skemmtilegir gestir í Bylgjubílinn eins og venjulega,“ sagði Bragi. „Einar Bárðarson var einn þeirra og sagði okkur frá frábærri „mosakenndri“ tónlistarveislu á glænýju sviði sem búið er að koma upp á Valhallarreitnum og fellur vel að umhverfinu. Trúbadorarnir Arnþór og Bjarki tóku sumarsmellinn „Kyssumst í alla nótt“ og frumfluttu að auki glænýtt lag. Svo slógum við á þráðinn til Bubba Morthens sem var að gera sig kláran fyrir síðustu sýninguna af 9 líf.“

Boðið var upp á skemmtilega leiki á Þingvöllum. Myndir/Hulda Margrét.

Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður mætti líka í heimsókn og sagði hlustendum frá glæsilegri dagskrá á Þingvöllum þessa þjóðhátíðarhelgi sem samanstóð af lýðveldis- og skógargöngum um söguslóðir, leiksýningum og söng, fornleifaskóla fyrir börnin og heilmiklu fleira.

Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður mætti líka í heimsókn og sagði hlustendum frá glæsilegri dagskrá á Þingvöllum þessa þjóðhátíðarhelgi. Myndir/Hulda Margrét.

„Þetta var frábær dagur á Þingvöllum,“ sagði Bragi að lokum.

Um næstu helgi, laugardaginn 22. Júní, verður Bylgjulestin á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka.

Börnin skemmtu sér vel í fallega veðrinu og sum þeirra breyttust í víkinga. Myndir/Hulda Margrét.

Næstu stopp Bylgjulestarinnar:

  • 22. júní - Eyrarbakki
  • 29. júní – Borgarnes
  • 6. júlí – Akureyri
  • 13. júlí – Selfoss
  • 20. júlí – Hljómskálagarðurinn í Reykjavík
  • 27. júlí - Hafnarfjörður





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.