„Fannst ég bregðast heilli þjóð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 09:00 Max Wöber sást gráta eftir leikinn þar sem Frakkarnir unnu á sjálfsmarki hans. Getty/Ian MacNicol Austurríkismaðurinn Maximilian Wöber átti erfitt með tilfinningar sínar í gær þrátt fyrir að það væri næstum því sólarhringur síðan hann tryggði Frökkum sigur með því að skalla boltann í eigið mark. Þegar Wöber hitti blaðamenn daginn eftir þá barðist þessi 26 ára gamli leikmaður Leeds United við tárin. „Þú ert orðinn að skúrki þjóðar þinnar,“ sagði Maximilian Wöber. „Eftir svona leik, þar sem þú klúðrar leik á EM fyrir þjóð þína þá er mikilvægt að stíga fram strax svo að þú getir komist sem fyrst yfir þetta,“ sagði Wöber en Kronen Zeitung segir frá. Hann mætti í viðtöl daginn eftir og fékk hrós hjá mörgum fyrir hugrekkið. „Bin der Dodel der Nation“ - Maximilian Wöber stellte sich am Tag nach seinem verhängnisvollen Eigentor gegen die Franzosen der Presse. https://t.co/s94SBwjQdG pic.twitter.com/xioqh4QwjK— Kronen Zeitung (@krone_at) June 18, 2024 „Ég sá boltann mjög seint, brást við af eðlishvötinni einni saman og náði einhvern veginn að setja hausinn í boltann. Eftiráhyggja þá var þetta án efa slæm ákvörðun,“ sagði Wöber. „Þetta var mjög svekkjandi kvöld fyrir mig persónulega með miklum biturleika. Ég átti mjög erfitt með tilfinningarnar eftir leikinn. Ég hef aldrei upplifað slíkt áður af því að mér fannst ég bregðast heilli þjóð,“ sagði Wöber. „Nú hef ég haft alla nóttina til þess að vinna úr þessu. Liðsfélagar mínir og þjálfarateymið, fjölskyldan og vinir komu mér aftur á rétta braut. Eftir svefnlausa nótt þá get ég nú hlegið að sumum ljósmyndum og gríni á netinu,“ sagði Wöber. Wöber og félagar stóðu sig vel á móti sterku liði Frakka en urðu að sætta sig við 1-0 tap. Næsti leikur liðsins er á móti Póllandi á föstudaginn en lokaleikurinn er síðan á móti Hollandi. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Þegar Wöber hitti blaðamenn daginn eftir þá barðist þessi 26 ára gamli leikmaður Leeds United við tárin. „Þú ert orðinn að skúrki þjóðar þinnar,“ sagði Maximilian Wöber. „Eftir svona leik, þar sem þú klúðrar leik á EM fyrir þjóð þína þá er mikilvægt að stíga fram strax svo að þú getir komist sem fyrst yfir þetta,“ sagði Wöber en Kronen Zeitung segir frá. Hann mætti í viðtöl daginn eftir og fékk hrós hjá mörgum fyrir hugrekkið. „Bin der Dodel der Nation“ - Maximilian Wöber stellte sich am Tag nach seinem verhängnisvollen Eigentor gegen die Franzosen der Presse. https://t.co/s94SBwjQdG pic.twitter.com/xioqh4QwjK— Kronen Zeitung (@krone_at) June 18, 2024 „Ég sá boltann mjög seint, brást við af eðlishvötinni einni saman og náði einhvern veginn að setja hausinn í boltann. Eftiráhyggja þá var þetta án efa slæm ákvörðun,“ sagði Wöber. „Þetta var mjög svekkjandi kvöld fyrir mig persónulega með miklum biturleika. Ég átti mjög erfitt með tilfinningarnar eftir leikinn. Ég hef aldrei upplifað slíkt áður af því að mér fannst ég bregðast heilli þjóð,“ sagði Wöber. „Nú hef ég haft alla nóttina til þess að vinna úr þessu. Liðsfélagar mínir og þjálfarateymið, fjölskyldan og vinir komu mér aftur á rétta braut. Eftir svefnlausa nótt þá get ég nú hlegið að sumum ljósmyndum og gríni á netinu,“ sagði Wöber. Wöber og félagar stóðu sig vel á móti sterku liði Frakka en urðu að sætta sig við 1-0 tap. Næsti leikur liðsins er á móti Póllandi á föstudaginn en lokaleikurinn er síðan á móti Hollandi.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira