Þann 22. maí síðastliðinn hélt Sunak nokkuð óvæntan blaðamannafund þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína um að boða til kosninga þann 4. júlí næstkomandi. Þá ákvörðun tók hann í kjölfar þess að Íhaldsflokkurinn galt afhroð í sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi.
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Veðmálaeftirlit Bretlands hafi sett sig í samband við Lögregluna í Lundúnum á föstudag og greint frá því að lögreglumaður í teyminu sem gætir Sunaks hafi veðjað á hvenær yrði kosið.
Lögreglumaðurinn hafi þá verið sendur í leyfi og í kjölfarið handtekinn vegna gruns um brot í opinberu starfi á mánudag.