Svisslendingar gerðu reyndar bara 1-1 jafntefli við Skotland en mark Shaqiri var hreint augnayndi.
Hann fékk boltann á silfurfati frá klaufskum varnarmanni skoska landsliðsins og hikaði ekki í eina sekúndu heldur skaut strax á markið. Boltinn hafnaði óverjandi upp í bláhorninu. Frábært mark.
Shaqiri hefur nú skorað fleiri stóramótamörk en Zinedine Zidane sem og á síðustu þremur Evrópumótum (2016, 2021, 2024) og á síðustu þremur heimsmeistaramótum (2014, 2018, 2022). Því hefur enginn annar náð, ekki einu sinni Cristiano Ronaldo.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum en mark Skota skoraði Scott McTominay. McTominay fékk markið skráð á sig á endanum en það var lengi skráð sem sjálfsmark enda hafði skotið viðkomu í Fabian Schar sem stóð fyrir framan Yann Sommer markvörð.
Xherdan Shaqiri skoraði eitt af mörkum mótsins þegar Skotland og Sviss gerðu 1-1 jafntefli! pic.twitter.com/aI2XEnzLaW
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024
Þjóðverjar tryggðu fyrstir liða sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með 2-0 sigri á Ungverjum. Heimamenn hafa þar með sex stig og markatöluna 7-1 eftir fyrstu tvo leikina.
Jamal Musiala varð fyrstur í keppninni til að skora tvö mörk en hann skoraði þá eftir stoðsendingu frá İlkay Gündogan. Einhverjir vildu meina að Gündogan hefði brotið af sér í aðdragandanum en hvorki dómarinn né myndbandsdómararnir voru á því. Gündogan skoraði síðan seinna markið sjálfur.
Það má sjá þessi tvö mörk hér fyrir neðan.
Þjóðverjar flugu í 16-liða úrslitin með 2-0 sigri gegn Ungverjum 🇩🇪✈️🇭🇺 pic.twitter.com/OlfrqAMsRH
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024