Innlent

Eftir­lits­aðilum bárust 50 á­bendingar frá 1. apríl 2023 til árs­loka

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Áhyggjur hafa verið uppi um þróun mála eftir að lögum um leigubifreiðaakstur var breytt.
Áhyggjur hafa verið uppi um þróun mála eftir að lögum um leigubifreiðaakstur var breytt.

Tæplega 50 ábendingar um leigubifreiðaakstur bárust eftirlitsaðilum frá 1. apríl 2023, þegar ný lög um leigubifreiðaakstur tóku gildi, til ársloka. 

Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Þar segir að ábendingarnar hafi verið af ýmsum toga en lotið að eftirfarandi þáttum: Akstri án leyfis, akstri án réttinda, auðkenni, mati á orðspori, notkun gjaldmæla, rafrænni skrá, skráningu í ökutækjaskrá, verðlagningu og óeðlilegum viðskiptaháttum.

Á umræddu tímabili voru gefin út 169 rekstrarleyfi og 249 atvinnuleyfi. Heildarfjöldi rekstrarleyfa í gildi í árslok 2023 voru 859 og heildarfjöldi atvinnuleyfa 862. Samkvæmt svarinu sóttu 206 einstaklingar námskeið fyrir atvinnuleyfishafa árið 2023 en 327 einstaklingar námskeið fyrir rekstrarleyfishafa.

Útgefnum leyfum hefur ekki fjölgað frá því að nýju lögin tóku gildi, að sögn ráðherra.

Fréttastofa ræddi við Daníel O. Einarsson, formann Frama - félags leigubílstjóra, í gær en hann sagði félagið taka auknu eftirliti lögreglu fagnandi. Ráðist var í átak um helgina og eiga 48 leigubílstjórar yfir höfði sér kæru af þeim 105 sem voru stöðvaðir.

Daníel segir mikinn fjölda nýliða í stéttinni hafa haft neikvæð áhrif á starfsemina og ofbeldisbrotum þar sem leigubílstjórar eiga í hlut hafa fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×