Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2024 10:20 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. Þetta kemur fram í vorskýrslu kjaratölfræðinefndar 2024. Í skýrslunni er áhersla lögð á umfjöllun um launaþróun eftir mörkuðum og heildarsamtökum í nýliðinni kjaralotu sem náði til tímabilsins frá nóvember 2022 til janúar 2024 auk umfjöllunar um launastig á árinu 2023, kjarasamninga, efnahagsmál og sérkenni íslensks vinnumarkaðar. Fram kemur í skýrslunni að grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu að jafnaði um 11,1% í síðustu kjarasamningslotu. Þá var almennt samið um blandaða leið krónutöluhækkana og prósentuhækkana og voru hlutfallshækkanir því að jafnaði meiri hjá hópum þar sem laun eru að meðaltali lægri. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups, sem best endurspeglar umsamdar launahækkanir í kjarasamningum, um 2,6% í síðustu kjaralotu. Meðalheildarlaun allra fullvinnandi á vinnumarkaði voru 935 þúsund krónur í fyrra. Meðallaun voru hæst hjá ríkinu hvort sem litið er til grunnlauna, reglulegra launa eða heildarlauna en launadreifing er meiri á almenna markaðnum en hjá hinu opinbera. Nýir kjarasamningar voru undirritaðir á almennum vinnumarkaði fyrri hluta marsmánaðar með gildistöku frá 1. febrúar 2024 til janúarloka 2028 og má merkja áhrif þeirra kjarasamninga í launavísitölu. Líkt og í síðustu samningum var farin blönduð leið krónutöluhækkana og prósentuhækkana auk sérstakra hækkana launataxta. Flestir kjarasamningar á opinberum vinnumarkaði runnu út í lok mars og undirrituðu nokkur aðildarfélög BSRB kjarasamninga í liðinni viku. Þeir samningar eru á sambærilegum nótum og á almenna markaðnum en samningum annarra hópa á opinbera markaðnum er enn ólokið. Starfandi fólki á íslenskum vinnumarkaði hefur fjölgað hratt síðustu ár samhliða auknum hagvexti. Atvinnuleysi er nokkuð stöðugt, eftirspurn eftir fólki er mikil og enn ríkir nokkur spenna á vinnumarkaði þó heldur dragi úr henni. Í alþjóðlegum samanburði er atvinnuleysi lágt og atvinnuþátttaka mikil hér á landi. Vinnutími er tiltölulega stuttur, meðallaun eru há og dreifing launa er lítil í alþjóðlegum samanburði hér á landi líkt og á hinum Norðurlöndunum. Stéttarfélagsaðild og þekja kjarasamninga er hér ein sú mesta í heimi. Kjaratölfræðinefnd (KTN) er samstarfsnefnd ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði um gerð og hagnýtingu talnaefnis um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. KTN gefur út tvær skýrslur á ári, að vori og hausti og er þetta áttunda skýrsla nefndarinnar. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, forsætisráðuneyti, félags- og vinnumálamálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, og Hagstofu Íslands. Verðlag Rekstur hins opinbera Kjaramál Tekjur Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta kemur fram í vorskýrslu kjaratölfræðinefndar 2024. Í skýrslunni er áhersla lögð á umfjöllun um launaþróun eftir mörkuðum og heildarsamtökum í nýliðinni kjaralotu sem náði til tímabilsins frá nóvember 2022 til janúar 2024 auk umfjöllunar um launastig á árinu 2023, kjarasamninga, efnahagsmál og sérkenni íslensks vinnumarkaðar. Fram kemur í skýrslunni að grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu að jafnaði um 11,1% í síðustu kjarasamningslotu. Þá var almennt samið um blandaða leið krónutöluhækkana og prósentuhækkana og voru hlutfallshækkanir því að jafnaði meiri hjá hópum þar sem laun eru að meðaltali lægri. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups, sem best endurspeglar umsamdar launahækkanir í kjarasamningum, um 2,6% í síðustu kjaralotu. Meðalheildarlaun allra fullvinnandi á vinnumarkaði voru 935 þúsund krónur í fyrra. Meðallaun voru hæst hjá ríkinu hvort sem litið er til grunnlauna, reglulegra launa eða heildarlauna en launadreifing er meiri á almenna markaðnum en hjá hinu opinbera. Nýir kjarasamningar voru undirritaðir á almennum vinnumarkaði fyrri hluta marsmánaðar með gildistöku frá 1. febrúar 2024 til janúarloka 2028 og má merkja áhrif þeirra kjarasamninga í launavísitölu. Líkt og í síðustu samningum var farin blönduð leið krónutöluhækkana og prósentuhækkana auk sérstakra hækkana launataxta. Flestir kjarasamningar á opinberum vinnumarkaði runnu út í lok mars og undirrituðu nokkur aðildarfélög BSRB kjarasamninga í liðinni viku. Þeir samningar eru á sambærilegum nótum og á almenna markaðnum en samningum annarra hópa á opinbera markaðnum er enn ólokið. Starfandi fólki á íslenskum vinnumarkaði hefur fjölgað hratt síðustu ár samhliða auknum hagvexti. Atvinnuleysi er nokkuð stöðugt, eftirspurn eftir fólki er mikil og enn ríkir nokkur spenna á vinnumarkaði þó heldur dragi úr henni. Í alþjóðlegum samanburði er atvinnuleysi lágt og atvinnuþátttaka mikil hér á landi. Vinnutími er tiltölulega stuttur, meðallaun eru há og dreifing launa er lítil í alþjóðlegum samanburði hér á landi líkt og á hinum Norðurlöndunum. Stéttarfélagsaðild og þekja kjarasamninga er hér ein sú mesta í heimi. Kjaratölfræðinefnd (KTN) er samstarfsnefnd ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði um gerð og hagnýtingu talnaefnis um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. KTN gefur út tvær skýrslur á ári, að vori og hausti og er þetta áttunda skýrsla nefndarinnar. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, forsætisráðuneyti, félags- og vinnumálamálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, og Hagstofu Íslands.
Verðlag Rekstur hins opinbera Kjaramál Tekjur Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira