Deila lykilorðunum í öryggisskyni og til að viðhalda „streaks“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 12:42 Foreldrar virðast fylgjast betur með samfélagsmiðlanotkun dætra sinna en sona. Getty Þriðjungur barna í 4. til 7. bekk segja foreldra sína fylgjast með samfélagsmiðlanotkun þeirra. Foreldrar stúlkna eru duglegri við eftirlitið en foreldrar drengja en með hækkandi aldri dregur úr árvekninni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um öryggi grunn- og framhaldsskólanema á internetinu en um er að ræða þriðja hluta af sex. Skýrslan byggir á niðurstöðum könnunarinnar Börn og netmiðlar sem Menntavísindastofnun gerði fyrir Fjölmiðlanefnd seint á haustmisseri 2023. Nemendur 53 grunnskóla og 25 framhaldsskóla tóku þátt í könnuninni. Samkvæmt fréttatilkynningu eru stúlkur líklegri en drengir til að hafa deilt lykilorði sínu að samfélagsmiðlum með vini. Um fjórðungur framhaldsskólanema segist vita lykilorð vina sinna en hlutfallið er sextán prósent í 4. til 7. bekk. Algengast var að ungmennin deildu lykilorðum sínum í öryggisskyni en þá sögðust þau einnig hafa gert það ef þau skyldu þurfa aðstoð með eitthvað. Nokkur fjöldi svarenda sagðist hafa gert það til að viðhalda „streak“ á Snapchat á meðan þeir færu í ferðalag. Um það bil fimmtungur svarenda á unglinga- og framhaldsskólastigi sögðust þekkja lykilorð foreldra sinna að App Store eða Google Play. Fjölmiðlanefnd Foreldrar birta myndir á samfélagsmiðlum í óþökk barnanna Könnunin leiddi í ljós að ungmennin voru mun líklegri til að hafa Snapchat færslur lokaðar en færslur á TikTok og Instagram. Tæpur helmingur notenda Snapchat og TikTok í 4. til 7. bekk sagðist hafa þurft að blokka einhvern . Um það bil tíu prósent sögðust samþykkja vinabeiðnir frá hverjum sem er og þeim fjölgar með aldri sem segjast jafnan samþykkja vinabeiðnir frá þeim sem eiga sameiginlega vini. Í könnuninni var spurt um leyfi foreldra til að nota samfélagsmiðla og í 4. til 7. bekk sögðust hlutfallslega flestir hafa fengið leyfi til að nota YouTube, um átta af hverjum tíu. Algengara er að krakkar í 8. til 10. bekk fái að nota aðra miðla; Facebook, Snapchat, TikTok og Instagram. Nemendurnir voru einnig spurðir um myndeildingar foreldra sinna á samfélagsmiðlum og virðast deilingarnar aukast með hækkandi aldri barnanna. Um helmingur sagði foreldrana ekki leita leyfis áður og um 25 prósent framhaldsskólanema sagðist ekki sáttur við myndbirtingarnar. Það vekur athygli að um 45 prósent nemenda á framhaldsskólastigi sögðust vera með eða hafa verið með falskan aðgang á samfélagsmiðlum. Algengast var að stofna slíkan aðgang til að gæta nafnleysis en margir nefndu einnig að þeir hefðu stofnað aðganginn til að fylgjast með öðrum. Sumir sögðust hafa stofnað nafnlausan aðgang til að birta myndir og myndskeið en forðast stríðni en aðrir nefndu að þeir hefðu stofnað reikninginn til að atast í vinum og skólafélögum. Skýrslan í heild. Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um öryggi grunn- og framhaldsskólanema á internetinu en um er að ræða þriðja hluta af sex. Skýrslan byggir á niðurstöðum könnunarinnar Börn og netmiðlar sem Menntavísindastofnun gerði fyrir Fjölmiðlanefnd seint á haustmisseri 2023. Nemendur 53 grunnskóla og 25 framhaldsskóla tóku þátt í könnuninni. Samkvæmt fréttatilkynningu eru stúlkur líklegri en drengir til að hafa deilt lykilorði sínu að samfélagsmiðlum með vini. Um fjórðungur framhaldsskólanema segist vita lykilorð vina sinna en hlutfallið er sextán prósent í 4. til 7. bekk. Algengast var að ungmennin deildu lykilorðum sínum í öryggisskyni en þá sögðust þau einnig hafa gert það ef þau skyldu þurfa aðstoð með eitthvað. Nokkur fjöldi svarenda sagðist hafa gert það til að viðhalda „streak“ á Snapchat á meðan þeir færu í ferðalag. Um það bil fimmtungur svarenda á unglinga- og framhaldsskólastigi sögðust þekkja lykilorð foreldra sinna að App Store eða Google Play. Fjölmiðlanefnd Foreldrar birta myndir á samfélagsmiðlum í óþökk barnanna Könnunin leiddi í ljós að ungmennin voru mun líklegri til að hafa Snapchat færslur lokaðar en færslur á TikTok og Instagram. Tæpur helmingur notenda Snapchat og TikTok í 4. til 7. bekk sagðist hafa þurft að blokka einhvern . Um það bil tíu prósent sögðust samþykkja vinabeiðnir frá hverjum sem er og þeim fjölgar með aldri sem segjast jafnan samþykkja vinabeiðnir frá þeim sem eiga sameiginlega vini. Í könnuninni var spurt um leyfi foreldra til að nota samfélagsmiðla og í 4. til 7. bekk sögðust hlutfallslega flestir hafa fengið leyfi til að nota YouTube, um átta af hverjum tíu. Algengara er að krakkar í 8. til 10. bekk fái að nota aðra miðla; Facebook, Snapchat, TikTok og Instagram. Nemendurnir voru einnig spurðir um myndeildingar foreldra sinna á samfélagsmiðlum og virðast deilingarnar aukast með hækkandi aldri barnanna. Um helmingur sagði foreldrana ekki leita leyfis áður og um 25 prósent framhaldsskólanema sagðist ekki sáttur við myndbirtingarnar. Það vekur athygli að um 45 prósent nemenda á framhaldsskólastigi sögðust vera með eða hafa verið með falskan aðgang á samfélagsmiðlum. Algengast var að stofna slíkan aðgang til að gæta nafnleysis en margir nefndu einnig að þeir hefðu stofnað aðganginn til að fylgjast með öðrum. Sumir sögðust hafa stofnað nafnlausan aðgang til að birta myndir og myndskeið en forðast stríðni en aðrir nefndu að þeir hefðu stofnað reikninginn til að atast í vinum og skólafélögum. Skýrslan í heild.
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent