Fótbolti

Mbappé mætti með franska grímu á æfingu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kylian Mbappé nefbrotnaði í síðasta leik.
Kylian Mbappé nefbrotnaði í síðasta leik. Jens Schlueter - UEFA/UEFA via Getty Images

Kylian Mbappé, stjörnuframherji franska lansdliðsins í knattspyrnu, virðist vera að verða klár í slaginn í næsta leik á EM eftir að hafa nefbrotnað á dögunum.

Mbappé nefbrotnaði í 1-0 sigri Frakka gegn Austurríkismönnum síðastliðinn mánudag og þurfti að leita upp á sjúkrahús að leik loknum.

Mbappé sleppur þó við aðgerð og missir því ekki af stórum hluta Evrópumótsins.

Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að enn væri óvíst hvort Mbappé gæti tekið þátt í næsta leik Frakka, þegar liðið mætir Hollendingum í riðlakeppninni á morgun, föstudag.

Mbappé virðist þó vera að ná vopnum sínum og var mættur á æfingur franska liðsins í dag með sérstaka hlífðargrímu. Gríman var skreytt með frönsku litunum, bláum, rauðum og hvítum, og virðist Mbappé vera að verða klár í slaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×