Höfðu hendur í hári fjárkúgara Michael Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 19:01 Formúlu 1 goðsögnin og sjöfaldi heimsmeistarinn Michael Schumacher Vísir/Getty Lögreglan hefur handtekið tvo aðila fyrir að reyna að hafa pening af fjölskyldu Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher. Það lítið um upplýsingar um líðan og heilsu Michael Schumacher síðan hann slasaðist illa í skíðabrekku í Ölpunum. Zwei Schumi-Erpresser festgenommen! https://t.co/B9WAzMasY7— Fradi Frad Dreizehn 🇭🇺🇩🇪🇬🇷 (@frad_fradi) June 20, 2024 Mikil eftirspurn er aftur á móti eftir upplýsingum um hvernig lífið gengur fyrir sig hjá fjölskyldunni en Michael Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan. Lögreglan handtók tvo fjárkúgara sem voru að reyna að kúga fjölskylduna um milljónir evra. Ekki er vitað hvort þeir hafi ætlað að leka einhverju út um ástand Schumacher eða hvað þeir vildu fá pening fyrir. Bild segir frá þessu máli og ræðir við talsmann saksóknara. @Sportbladet „Við erum að rannsaka fjákúgunarmál tengt frægum einstaklingi og höfum gefið út handtökuskipun vegna þess. Við getum ekki gefið upp frekari upplýsingar um máli á þessum viðkvæma tíma í rannsókninni,“ sagði Wolf-Tilman Baumert, talsmaður saksóknara. Schumacher fjölskyldan hefur þurft að takast við fjárkúgun áður. Árið 2016 sendi maður fjárkúgunarbréf til Corinna Schumacher, eiginkonu Michaels, þar sem hann sóttist eftir níu hundruð þúsund evrum. Hann hótaði börnum þeirra. „Ef við fáum ekki peninginn fyrir 31. mars þá munum við drepa börnin þín á einhvern hátt. Í formúlu 4 verða nú oft slys,“ stóð meðal annars í bréfinu en sonur Schumacher var þá farinn að keppa í formúlu 4. Michael Schumacher setti met með því að vinna sjö heimsmeistaratitla í formúlu 1 en síðan þá hefur Lewis Hamilton jafnað það met. Hamilton hefur nú unnið fleiri keppnir eða 103 á móti 91. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Það lítið um upplýsingar um líðan og heilsu Michael Schumacher síðan hann slasaðist illa í skíðabrekku í Ölpunum. Zwei Schumi-Erpresser festgenommen! https://t.co/B9WAzMasY7— Fradi Frad Dreizehn 🇭🇺🇩🇪🇬🇷 (@frad_fradi) June 20, 2024 Mikil eftirspurn er aftur á móti eftir upplýsingum um hvernig lífið gengur fyrir sig hjá fjölskyldunni en Michael Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan. Lögreglan handtók tvo fjárkúgara sem voru að reyna að kúga fjölskylduna um milljónir evra. Ekki er vitað hvort þeir hafi ætlað að leka einhverju út um ástand Schumacher eða hvað þeir vildu fá pening fyrir. Bild segir frá þessu máli og ræðir við talsmann saksóknara. @Sportbladet „Við erum að rannsaka fjákúgunarmál tengt frægum einstaklingi og höfum gefið út handtökuskipun vegna þess. Við getum ekki gefið upp frekari upplýsingar um máli á þessum viðkvæma tíma í rannsókninni,“ sagði Wolf-Tilman Baumert, talsmaður saksóknara. Schumacher fjölskyldan hefur þurft að takast við fjárkúgun áður. Árið 2016 sendi maður fjárkúgunarbréf til Corinna Schumacher, eiginkonu Michaels, þar sem hann sóttist eftir níu hundruð þúsund evrum. Hann hótaði börnum þeirra. „Ef við fáum ekki peninginn fyrir 31. mars þá munum við drepa börnin þín á einhvern hátt. Í formúlu 4 verða nú oft slys,“ stóð meðal annars í bréfinu en sonur Schumacher var þá farinn að keppa í formúlu 4. Michael Schumacher setti met með því að vinna sjö heimsmeistaratitla í formúlu 1 en síðan þá hefur Lewis Hamilton jafnað það met. Hamilton hefur nú unnið fleiri keppnir eða 103 á móti 91.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira