Fótbolti

L'Équipe: Mbappé byrjar á bekknum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe með grímuna á æfingunni.
Kylian Mbappe með grímuna á æfingunni. Getty/Jens Schlueter

Kylian Mbappé verður ekki í byrjunarliði Frakka í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi.

Franska stórblaðið L'Équipe hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum.

Mbappé nefbrotnaði í fyrsta leik Frakka á mótinu sem var á móti Austurríki. Hann hafði áður lagt upp eina mark leiksins sem var sjálfsmark.

Mbappé hefur æft síðustu tvo daga með franska liðinu, fyrst með plástur en í gær var hann kominn með grímu.

La Parisien segir þó að leikmaðurinn hafi ekki tekið fullan þátt í æfingunni og hafi augljóslega verið í einhverjum vandræðum með grímuna.

Það er búist við því Antoine Griezmann og Marcus Thuram byrji saman í framlínunni í leiknum á móti Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×