Franska stórblaðið L'Équipe hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum.
Mbappé nefbrotnaði í fyrsta leik Frakka á mótinu sem var á móti Austurríki. Hann hafði áður lagt upp eina mark leiksins sem var sjálfsmark.
Mbappé hefur æft síðustu tvo daga með franska liðinu, fyrst með plástur en í gær var hann kominn með grímu.
La Parisien segir þó að leikmaðurinn hafi ekki tekið fullan þátt í æfingunni og hafi augljóslega verið í einhverjum vandræðum með grímuna.
Það er búist við því Antoine Griezmann og Marcus Thuram byrji saman í framlínunni í leiknum á móti Hollandi.
La composition de l'équipe de France face aux Pays-Bas : sans Mbappé, avec Rabiot à gauche et Tchouaméni https://t.co/dywjGpc5vl #PBSFRA #Euro2024 pic.twitter.com/dQjDESAwc3
— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 21, 2024