Formúla 1

Lando Norris á ráspól á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lando Norris er að stimpla sig inn í formúlu 1 á þessu tímabili.
Lando Norris er að stimpla sig inn í formúlu 1 á þessu tímabili. Getty/Mark Sutton

Bretinn Lando Norris varð fyrstur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn í formúlu 1 í dag og byrjar því fremstur á ráspól á morgun.

Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Norris ræsir fyrstur en hann keyrir fyrir McLaren. Næstir á eftir honum eru aftur á móti miklir reynsluboltar.

Max Verstappen ræsir annar en hann hefur verið 39 sinnum á ráspól. Lewis Hamilton byrjar síðan þriðji en hann hefur verið 104 sinnum á ráspól.

Verstappen er með yfirburðastöðu í keppni ökumanna en gaman að sjá að Hamilton ætlar að bíta aðeins frá sér. Norris er þriðji í keppni ökumanna, 63 stigum á eftir Verstappen en aðeins sjö stigum á eftir Charles Leclerc sem er í öðru sæti.

Útsendingin frá spænska kappakstrinum er á Vodafone Sport stöðinni og hefst klukkan 12.30 á morgun.

  • Efstu tíu á ráspólnum á morgun:
  • 1. Lando Norris (McLaren)
  • 2. Max Verstappen (Red Bull)
  • 3. Lewis Hamilton (Mercedes)
  • 4. George Russell (Mercedes)
  • 5. Charles Leclerc (Ferrari)
  • 6. Carlos Sainz (Ferrari)
  • 7. Pierre Gasly (Alpine)
  • 8. Sergio Perez (Red Bull)
  • 9. Esteban Ocon (Alpine)
  • 10. Oscar Piastri (McLaren)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×