Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 21:39 Jóhanna Vigdís brýnir til fyrirtækja og stofnanna að leita að öryggisveikleikum með forvirkum hætti. Vísir/Samsett Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. Árásin var það umfangsmikil að óvíst er hvort Morgunblað morgundagsins verði gefið út. Finna veikleika og brjótast inn Jóhanna Vigdís segir að svo virðist sem að netárásarhópur sambærilegur þeim sem gerði árás á Háskólann í Reykjavík fyrr á árinu hafi staðið að baki árásinni. Hún segir aðferðir allra slíkra hópa sambærilegar. „Allir þessir hópar fara sömu leið. Þeir nota öryggisveikleika sem eru í kerfum tiltekinna fyrirtækja og stofnanna. Þeir leita að öryggisveikleikum, finna þá og nota þá til að brjótast inn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Dæmi um slíka öryggisveikleika sé skortur á tvíþátta auðkenningu, léleg lykilorð starfsmanna auk fleira. Heimildir Vísis herma að árásin á Árvakur hafi verið svokölluð gagnagíslatökuárás sem útsettist á ensku sem ransomware attack. Árásarhópar brjótist þá inn í miðlæg tölvukerfi fyrirtækja, taki afrit af gögnum og loki á aðgang fyrirtækisins að þeim. Getur reynst kostnaðarsamt „Gagnagíslataka þýðir að fyrirtækið hefur ekki lengur aðgang að sínum gögnum. Það skiptir engu máli hvaða fyrirtæki það er í dag eru gögn verðmætasta eign allra fyrirtækja. Ef að þitt fyrirtæki hefur ekki aðgang að gögnum fyrirtækisins þá er það gríðarlega alvarlegt,“ segir Jóhanna Vigdís. „Ég held að fólk geti alveg ímyndað sér hvað það þýði fyrir stór fyrirtæki að lenda í svona netárás,“ segir Jóhanna og bætir við að það geti einnig reynst fyrirtækjum gríðarlega kostnaðarsamt. Netárásarhópar, eins og hinn rússneski Akira sem stóð að baki árásinni á Háskólann í Reykjavík og hefur verið að gera árásir á íslensk fyrirtæki og stofnanir, noti gíslatöku gagnanna til að fjárkúga fyrirtækin. „En það er auðvitað eitthvað sem á alls ekki að gera. Þá náttúrlega virkar þetta,“ segir Jóhanna. Ekki alltaf hægt að endurheimta gögnin Til séu viðbragðshópar sem koma fyrirtækjum sem lenda í slíkum árásum til aðstoðar en ekki er alltaf hægt að endurheimta öll gögn þegar svona árásir eru gerðar. „Það er hægt að reyna og svo er allur gangur á því hvernig það gengur,“ segir Jóhanna. „Ég held að það sé ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að það eru öryggisveikleikar hjá öllum og það geta allir lent í þessu. Það er akkúrat það sem Defend Iceland leggur áherslu á, að fyrirtæki og stofnanir leiti með forvirkum hætti að öryggisveikleikum svo þau lendi ekki í svona löguðu,“ segir hún. Netöryggi Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Árásin var það umfangsmikil að óvíst er hvort Morgunblað morgundagsins verði gefið út. Finna veikleika og brjótast inn Jóhanna Vigdís segir að svo virðist sem að netárásarhópur sambærilegur þeim sem gerði árás á Háskólann í Reykjavík fyrr á árinu hafi staðið að baki árásinni. Hún segir aðferðir allra slíkra hópa sambærilegar. „Allir þessir hópar fara sömu leið. Þeir nota öryggisveikleika sem eru í kerfum tiltekinna fyrirtækja og stofnanna. Þeir leita að öryggisveikleikum, finna þá og nota þá til að brjótast inn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Dæmi um slíka öryggisveikleika sé skortur á tvíþátta auðkenningu, léleg lykilorð starfsmanna auk fleira. Heimildir Vísis herma að árásin á Árvakur hafi verið svokölluð gagnagíslatökuárás sem útsettist á ensku sem ransomware attack. Árásarhópar brjótist þá inn í miðlæg tölvukerfi fyrirtækja, taki afrit af gögnum og loki á aðgang fyrirtækisins að þeim. Getur reynst kostnaðarsamt „Gagnagíslataka þýðir að fyrirtækið hefur ekki lengur aðgang að sínum gögnum. Það skiptir engu máli hvaða fyrirtæki það er í dag eru gögn verðmætasta eign allra fyrirtækja. Ef að þitt fyrirtæki hefur ekki aðgang að gögnum fyrirtækisins þá er það gríðarlega alvarlegt,“ segir Jóhanna Vigdís. „Ég held að fólk geti alveg ímyndað sér hvað það þýði fyrir stór fyrirtæki að lenda í svona netárás,“ segir Jóhanna og bætir við að það geti einnig reynst fyrirtækjum gríðarlega kostnaðarsamt. Netárásarhópar, eins og hinn rússneski Akira sem stóð að baki árásinni á Háskólann í Reykjavík og hefur verið að gera árásir á íslensk fyrirtæki og stofnanir, noti gíslatöku gagnanna til að fjárkúga fyrirtækin. „En það er auðvitað eitthvað sem á alls ekki að gera. Þá náttúrlega virkar þetta,“ segir Jóhanna. Ekki alltaf hægt að endurheimta gögnin Til séu viðbragðshópar sem koma fyrirtækjum sem lenda í slíkum árásum til aðstoðar en ekki er alltaf hægt að endurheimta öll gögn þegar svona árásir eru gerðar. „Það er hægt að reyna og svo er allur gangur á því hvernig það gengur,“ segir Jóhanna. „Ég held að það sé ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að það eru öryggisveikleikar hjá öllum og það geta allir lent í þessu. Það er akkúrat það sem Defend Iceland leggur áherslu á, að fyrirtæki og stofnanir leiti með forvirkum hætti að öryggisveikleikum svo þau lendi ekki í svona löguðu,“ segir hún.
Netöryggi Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira