Szoboszlai gagnrýnir seinagang sjúkraliðsins við að koma Varga til hjálpar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2024 11:01 Dominik Szoboszlai tók málin í sínar hendur þegar samherji hans, Barnabás Varga, meiddist illa í leiknum gegn Skotlandi í gær. getty/James Gill Dominik Szoboszlai, fyrirliða ungverska fótboltalandsliðsins, fannst sjúkraliðið vera full rólegt í tíðinni þegar samherji hans, Barnabás Varga, meiddist illa í leiknum gegn Skotlandi á EM í gær. Á 67. mínútu lenti Varga í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skota, og lá óvígur eftir. Um sjö mínútur tók að huga að Varga sem var á endanum borinn af velli og fluttur á sjúkrahús í Stuttgart. Hann er kinnbeinsbrotinn en líðan hans er stöðug. Szoboszlai var fljótur að átta sig á að ekki var allt með felldu hjá Varga eftir samstuðið við Gunn. Honum fannst sjúkraliðar á vellinum vera full seinir að bregðast við, hljóp í átt að þeim, náði í börur og dreif þær inn á völlinn. „Ég var einn af þeim fyrstu á vettvang,“ sagði Szoboszlai eftir leikinn sem Ungverjar unnu, 1-0. „Ég var í áfalli, lagði hann til hliðar sem er það besta sem þú getur gert í stöðu sem þessari. Hann fékk ekki nægt súrefni. Ég hef ekki hugmynd um hverjar reglurnar eru, hvort fólki er heimilt að hlaupa inn á völlinn ef við þurfum hjálp.“ Aðspurður fannst Szoboszlai sjúkraliðarnir vera lengi á vettvang. „Mér fannst það ekki. Þú sást að þetta var mikið vandamál. Ég hljóp og hver sekúnda skiptir máli. Þetta er ekki mín ákvörðun en við verðum að gera eitthvað í þessu. Við verðum að gera þetta hraðar, miklu hraðar,“ sagði Liverpool-maðurinn sem felldi tár þegar hann sá hvernig fyrir Varga var komið. Ungverjar enduðu í 3. sæti A-riðils með fjögur stig. Enn liggur ekki fyrir hvort það dugir ungverska liðinu til að komast í sextán liða úrslit mótsins. Ef Ungverjar komast áfram verður Varga ekki með þeim í útsláttarkeppninni. Hann er sem fyrr sagði kinnbeinsbrotinn og eftir leikinn gegn Skotum staðfesti landsliðsþjálfarinn Marco Rossi að þátttöku hans á EM væri lokið. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Á 67. mínútu lenti Varga í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skota, og lá óvígur eftir. Um sjö mínútur tók að huga að Varga sem var á endanum borinn af velli og fluttur á sjúkrahús í Stuttgart. Hann er kinnbeinsbrotinn en líðan hans er stöðug. Szoboszlai var fljótur að átta sig á að ekki var allt með felldu hjá Varga eftir samstuðið við Gunn. Honum fannst sjúkraliðar á vellinum vera full seinir að bregðast við, hljóp í átt að þeim, náði í börur og dreif þær inn á völlinn. „Ég var einn af þeim fyrstu á vettvang,“ sagði Szoboszlai eftir leikinn sem Ungverjar unnu, 1-0. „Ég var í áfalli, lagði hann til hliðar sem er það besta sem þú getur gert í stöðu sem þessari. Hann fékk ekki nægt súrefni. Ég hef ekki hugmynd um hverjar reglurnar eru, hvort fólki er heimilt að hlaupa inn á völlinn ef við þurfum hjálp.“ Aðspurður fannst Szoboszlai sjúkraliðarnir vera lengi á vettvang. „Mér fannst það ekki. Þú sást að þetta var mikið vandamál. Ég hljóp og hver sekúnda skiptir máli. Þetta er ekki mín ákvörðun en við verðum að gera eitthvað í þessu. Við verðum að gera þetta hraðar, miklu hraðar,“ sagði Liverpool-maðurinn sem felldi tár þegar hann sá hvernig fyrir Varga var komið. Ungverjar enduðu í 3. sæti A-riðils með fjögur stig. Enn liggur ekki fyrir hvort það dugir ungverska liðinu til að komast í sextán liða úrslit mótsins. Ef Ungverjar komast áfram verður Varga ekki með þeim í útsláttarkeppninni. Hann er sem fyrr sagði kinnbeinsbrotinn og eftir leikinn gegn Skotum staðfesti landsliðsþjálfarinn Marco Rossi að þátttöku hans á EM væri lokið.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira