Rahm brjálaður: „Djöfulsins drónar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2024 14:00 Suðið í drónum truflaði Jon Rahm á LIV-móti um helgina. getty/Matthew Maxey Jon Rahm hefur ekki mikla þolinmæði fyrir drónunum sem er flogið yfir keppnisstöðum á LIV-mótaröðinni í golfi. Á móti í Nashville í gær fóru drónarnir sérstaklega mikið í taugarnar á spænska kylfingnum. Eftir að Rahm sló kúlunni út í vatn á sjöttu holu kenndi hann suðinu í drónunum um. „Á hverju móti. Þetta er óþolandi helvíti. Einmitt þegar ég er að sveifla,“ heyrðist Rahm segja í útsendingunni. „Alltaf þessir djöfulsins drónar,“ bætti Spánverjinn við. Rahm var tveimur höggum á undan forystusauðnum Tyrell Hatton þegar hann sló kúluna í vatnið. Hann lék sjöttu holuna á tveimur höggum yfir pari. Svo fór að Hatton hrósaði sigri á mótinu en Rahm varð að gera sér 3. sætið að góðu. Rahm lék samtals á tólf höggum undir pari en Hatton á nítján höggum undir pari. Mótið í Nashville var fyrsta mótið sem Rahm tekur þátt á eftir að hann dró sig úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu vegna sýkingar í fæti. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Á móti í Nashville í gær fóru drónarnir sérstaklega mikið í taugarnar á spænska kylfingnum. Eftir að Rahm sló kúlunni út í vatn á sjöttu holu kenndi hann suðinu í drónunum um. „Á hverju móti. Þetta er óþolandi helvíti. Einmitt þegar ég er að sveifla,“ heyrðist Rahm segja í útsendingunni. „Alltaf þessir djöfulsins drónar,“ bætti Spánverjinn við. Rahm var tveimur höggum á undan forystusauðnum Tyrell Hatton þegar hann sló kúluna í vatnið. Hann lék sjöttu holuna á tveimur höggum yfir pari. Svo fór að Hatton hrósaði sigri á mótinu en Rahm varð að gera sér 3. sætið að góðu. Rahm lék samtals á tólf höggum undir pari en Hatton á nítján höggum undir pari. Mótið í Nashville var fyrsta mótið sem Rahm tekur þátt á eftir að hann dró sig úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu vegna sýkingar í fæti.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira