Viðskipti innlent

Unnur vaktar fjár­málin í Dan­mörku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Unnur Gunnarsdóttir beinir kröftum sínum að fjármálaeftirliti í Danmörku.
Unnur Gunnarsdóttir beinir kröftum sínum að fjármálaeftirliti í Danmörku. Seðlabanki Íslands

Unnur Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits hjá Seðlabanka Íslands, er komin í stjórn danska fjármálaeftirlitsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef eftirlitsins. Unnur tekur sæti SVeins Andreasen sem ákvað að láta af störfum.

Unnur var forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 2012 áður en stofnunin var sameinuð Seðlabankanum árið 2019. Hún er lögfræðingur að mennt. Hún baðst lausnar frá embætti sínu í ársbyrjun 2023.


Tengdar fréttir

„Vitum ekkert hvað við erum að gera“

„Mér finnst ég gera lítið annað á þinginu en að innleiða einhverjar reglur frá Evrópusambandinu,“ sagði Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni 3. febrúar 2014. Þingmenn væru jafnvel að innleiða meira en þyrfti að gera vegna þess að stjórnsýslan réði engan veginn nógu vel við það verkefni að fylgjast með regluverksframleiðslu sambandsins.

Drögumst aftur úr vegna EES

Haft var eftir Sigríði Mogensen, nýjum formanni ráðgjafarnefndar EFTA, í Viðskiptablaðinu fyrr á árinu að íþyngjandi regluverk innan Evrópu hefði haft neikvæð áhrif á ríki álfunnar. Evrópa væri fyrir vikið að dragast aftur úr öðrum efnahagssvæðum í heiminum í iðnaði sem gæti haft slæm áhrif á lífskjör. Þar væri Ísland ekki undanskilið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×