Ein­faldur spænskur skyldusigur

Siggeir Ævarsson skrifar
Ferran Torres og Dani Olmo fagna marki þess fyrrnefnda
Ferran Torres og Dani Olmo fagna marki þess fyrrnefnda vísir/Getty

Albanía þurfti stig, í fleirtölu, til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit EM karla í fótbolta en Spánverjar gátu tekið lífinu með ró á toppi B-riðils þegar liðin mættust í kvöld.

Aðeins eitt mark leit dagsins ljós í kvöld, strax á 13. mínútu þegar Ferran Torres afgreiddi gott færi stöngin inn. Spánverjar voru mun meira með boltann og sóttu mikið en náðu ekki að bæta við marki.

Albanir reyndu svo af veikum mætti að jafna leikinn í lokin en varð ekki kápan úr því klæðinu. Spánverjar klára B-riðil því með fullt hús stiga og án þess að fá á sig mark en það hefur aðeins einu sinni áður gerst í sögu EM. Það voru Ítalir sem gerðu það á síðasta móti og enduðu svo á að vinna það. 

Albanir ljúka leik með eitt stig á botni riðilsins eftir að hafa náð jafntefli gegn Krótatíu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira