Ætlar að pakka inn yfir milljón birkifræjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 16:20 Halla Hrund fer með þakkarkortin í póstinn. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hyggst senda sjálfboðaliðum sínum yfir þúsund þakkarkort og lætur fylgja með birkifræ í hverju einasta korti. Hún er búin að pakka inn fjögur hundruð kortum en á rúm sexhundruð eftir. „Að reka kosningabaráttu er mikil vinna en eitt af því fallegasta við ferðalagið var að sjá sjálfboðaliða á öllum aldri spretta fram í hundraða tali. Allt í einu verður til hópur fólks sem deilir sýn á framtíð Íslands og vinnur saman að henni,“ segir Halla Hrund í samtali við Vísi. Halla Hrund fór með himinskautum í skoðanakönnunm í aðdraganda forsetakosninga og lenti að lokum í þriðja sæti með rúm sextán prósent atkvæða. Halla segist hafa byrjað þann 17. júní að senda fyrstu þakklætisvotta til sjálfboðaliða sinna. Þakklætisvotturinn sé íslenskt birkifræ í takt við áherslu framboðsins á að láta tækifærin vaxa og dafna um allt land. Líklega séu því eitthvað um eða yfir milljón birkifræ í umslögunum. Það tekur tíma að pakka birkifræjunum niður. Frábært fjölskylduverkefni „Birkifræin eru frá Skógræktinni og við endurpökkuðum þeim í litla poka sem rúmast í umslagi sem berast nú með póstinum eins og heitar lummur. Ætli ég sé ekki búin með rúmlega fjögurhundruð þakkarkort, og á svona sexhundruð eftir. Sumarfríið nýtist því einstaklega vel, svo ég tali nú ekki um rigningardagana!“ segir Halla Hrund. „Þetta er reyndar frábært fjölskylduverkefni, eldri dóttir mín er dugleg að skrifa utan á kortin og við njótum þess að hugsa með þakklæti til alls þessa góða og atorkusama fólks sem lagði okkur lið. Það var ómetanlegt. Við erum ekki með heimilisföng hjá öllum og fólk getur því sent mér sitt til að tryggja sér fræ á meðan birgðir endast. Vonandi verða til litlir birkilundar um allt land, sem minna á að með samvinnu og örlítið af bjartsýni og gleði er hægt að koma ótrúlegum hlutum í verk.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
„Að reka kosningabaráttu er mikil vinna en eitt af því fallegasta við ferðalagið var að sjá sjálfboðaliða á öllum aldri spretta fram í hundraða tali. Allt í einu verður til hópur fólks sem deilir sýn á framtíð Íslands og vinnur saman að henni,“ segir Halla Hrund í samtali við Vísi. Halla Hrund fór með himinskautum í skoðanakönnunm í aðdraganda forsetakosninga og lenti að lokum í þriðja sæti með rúm sextán prósent atkvæða. Halla segist hafa byrjað þann 17. júní að senda fyrstu þakklætisvotta til sjálfboðaliða sinna. Þakklætisvotturinn sé íslenskt birkifræ í takt við áherslu framboðsins á að láta tækifærin vaxa og dafna um allt land. Líklega séu því eitthvað um eða yfir milljón birkifræ í umslögunum. Það tekur tíma að pakka birkifræjunum niður. Frábært fjölskylduverkefni „Birkifræin eru frá Skógræktinni og við endurpökkuðum þeim í litla poka sem rúmast í umslagi sem berast nú með póstinum eins og heitar lummur. Ætli ég sé ekki búin með rúmlega fjögurhundruð þakkarkort, og á svona sexhundruð eftir. Sumarfríið nýtist því einstaklega vel, svo ég tali nú ekki um rigningardagana!“ segir Halla Hrund. „Þetta er reyndar frábært fjölskylduverkefni, eldri dóttir mín er dugleg að skrifa utan á kortin og við njótum þess að hugsa með þakklæti til alls þessa góða og atorkusama fólks sem lagði okkur lið. Það var ómetanlegt. Við erum ekki með heimilisföng hjá öllum og fólk getur því sent mér sitt til að tryggja sér fræ á meðan birgðir endast. Vonandi verða til litlir birkilundar um allt land, sem minna á að með samvinnu og örlítið af bjartsýni og gleði er hægt að koma ótrúlegum hlutum í verk.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“