Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Siggeir Ævarsson skrifar 24. júní 2024 22:30 Gianluigi Donnarumma ver vítið frá Modric en það dugði skammt. vísir/Getty Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. Albanir áttu tölfræðilegan möguleika á að komast áfram en þurftu að leggja Spánverja af velli til þess. Spánverjar höfðu ekki fengið á sig mark á mótinu og héldu uppteknum hætti í kvöld en eina mark leiksins skoraði Ferran Torres á 13. mínútu. Fullt hús stiga niðurstaðan hjá Spáni. Spánverjar unnu Albani 1-0 og enda með fullt hús stiga - og það án þess að fá á sig mark. Ferran Torres setti boltann í stöngina og inn eftir þræðingar Laporte og Olmo 🇪🇸 pic.twitter.com/qWLUo7No5c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024 Í hinum leik kvöldsins mættust Ítalía og Króatía. Jafntefli dugði Ítölum til að komast áfram og var engu líkara en þeir hefðu sætt sig við að spila upp á 0-0 jafntefli. Eitt stig var aftur á móti ekki nóg fyrir Króata sem fengu víti á 54. mínútu. Luca Modric fór á punktinn en brást bogalistinn. Donnarumma gerði vel til að verja en það reyndist skammgóður vermir .ví Modric skoraði strax þegar næsta fyrirgjöf kom inn í teiginn og varð þar með elsti leikmaðurinn í sögu EM til að skora mark. Ítalir tryggðu sér annað sætið með jafnteflinu og eru komnir áfram. Króatar eiga enn tölfræðilegan möguleika á að komast áfram úr 3. sætinu en það verður að teljast ólíklegt að tvö stig dugi þeim til þess. Það var boðið upp á dramatík í leik Króata og Ítala. Modric skráði sig í sögubækur EM er hann varð elsti markaskorari í sögu mótsins, 38 ára og 289 daga gamall.Zaccagni tryggði Ítalíu í 16 liða úrslit með stórglæsilegu skoti en það reyndist síðasta spyrna leiksins 🇮🇹 pic.twitter.com/mYhN2zcNJ8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Albanir áttu tölfræðilegan möguleika á að komast áfram en þurftu að leggja Spánverja af velli til þess. Spánverjar höfðu ekki fengið á sig mark á mótinu og héldu uppteknum hætti í kvöld en eina mark leiksins skoraði Ferran Torres á 13. mínútu. Fullt hús stiga niðurstaðan hjá Spáni. Spánverjar unnu Albani 1-0 og enda með fullt hús stiga - og það án þess að fá á sig mark. Ferran Torres setti boltann í stöngina og inn eftir þræðingar Laporte og Olmo 🇪🇸 pic.twitter.com/qWLUo7No5c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024 Í hinum leik kvöldsins mættust Ítalía og Króatía. Jafntefli dugði Ítölum til að komast áfram og var engu líkara en þeir hefðu sætt sig við að spila upp á 0-0 jafntefli. Eitt stig var aftur á móti ekki nóg fyrir Króata sem fengu víti á 54. mínútu. Luca Modric fór á punktinn en brást bogalistinn. Donnarumma gerði vel til að verja en það reyndist skammgóður vermir .ví Modric skoraði strax þegar næsta fyrirgjöf kom inn í teiginn og varð þar með elsti leikmaðurinn í sögu EM til að skora mark. Ítalir tryggðu sér annað sætið með jafnteflinu og eru komnir áfram. Króatar eiga enn tölfræðilegan möguleika á að komast áfram úr 3. sætinu en það verður að teljast ólíklegt að tvö stig dugi þeim til þess. Það var boðið upp á dramatík í leik Króata og Ítala. Modric skráði sig í sögubækur EM er hann varð elsti markaskorari í sögu mótsins, 38 ára og 289 daga gamall.Zaccagni tryggði Ítalíu í 16 liða úrslit með stórglæsilegu skoti en það reyndist síðasta spyrna leiksins 🇮🇹 pic.twitter.com/mYhN2zcNJ8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira