Sjáðu mörkin sem tryggðu Austurríki sigur í dauðariðlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júní 2024 23:15 Marcel Sabitzer skoraði markið sem skaut Austurríkismönnum á topp D-riðils. Alex Livesey/Getty Images Austurríki stóð uppi sem óvæntur sigurvegari í D-riðli eftir frábæran 3-2 sigur gegn Hollendingum í dag. Keppni lauk í C- og D-riðlum Evrópumótsins í dag og í kvöld og er óhætt að segja að mikill munur hafi verið á leikjum riðlanna. Sjö mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í D-riðli, en ekki eitt einasta mark leit dagsins ljós í C-riðli. Í lokaumferð D-riðils áttust Austurríki og Holland við annars vegar, og hins vegar Frakkland og Pólland. Austurríki, Frakkland og Holland áttu öll möguleika á því að vinna riðilinn, en Pólverjar þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Pólverjum tókst hins vegar ekki að vinna Frakka og eru því úr leik. Liðið náði þó í stig þegar Robert Lewandowski jafnaði metin með marki af vítapunktinum eftir að Kylian Mbappé hafði komið Frökkum yfir, einnig með marki af vítapunktinum. Lewandowski þurfti þó tvær tilraunir til að skora úr sinni spyrnu. Frakkar urðu að sætta sig við 2. sætið í D-riðli eftir 1-1 jafntefli við Pólverja. Bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. 🇫🇷Mbappe var með grímuna og skoraði fyrsta EM-markið sitt og Lewandowski fékk tvær tilraunir til að skora úr sínu víti fyrir Pólverja🇵🇱 pic.twitter.com/xHEoGiqzi0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Jafntefli Frakklands og Póllands þýddi það aðbæði Austurríki og Holland gátu tryggt sér toppsæti riðilsins. Austurríkismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 sigur í leik þar sem liðið komst yfir í þrígang. Donyell Malen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks áður en Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Hollendinga í upphafi síðari hálfleiks. Romano Schmid kom Austurríki yfir á nýjan leik á 59. mínútu, en Memphis Depay jafnaði metin fyrir Hollendinga á 75. mínútu. Fimm mínútum síðar tryggði Marcel Sabitzer Austurríkismönnum þó 3-2 sigur og sigur í riðlinum um leið. Alvöru dramatík þegar Austurríkismenn🇦🇹 tryggðu sér óvænt toppsætið í D-riðli með 3-2 sigri á Hollandi🇳🇱 Við sjáum mörkin⚽️📺 pic.twitter.com/BTNz5yG0UK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Í kvöldleikjunum í C-riðli voru hins vegar engin mörk skoruð. England tryggði sér efsta sæti riðilsins með markalausu jafntefli gegn Slóvenum og Danir og Serbar gerðu einnig markalaust jafntefli. Danir elta Englendinga upp úr riðlinum og Slóvenar einnig sem eitt af fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti. Serbar sitja þó eftir með sárt ennið. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Keppni lauk í C- og D-riðlum Evrópumótsins í dag og í kvöld og er óhætt að segja að mikill munur hafi verið á leikjum riðlanna. Sjö mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í D-riðli, en ekki eitt einasta mark leit dagsins ljós í C-riðli. Í lokaumferð D-riðils áttust Austurríki og Holland við annars vegar, og hins vegar Frakkland og Pólland. Austurríki, Frakkland og Holland áttu öll möguleika á því að vinna riðilinn, en Pólverjar þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Pólverjum tókst hins vegar ekki að vinna Frakka og eru því úr leik. Liðið náði þó í stig þegar Robert Lewandowski jafnaði metin með marki af vítapunktinum eftir að Kylian Mbappé hafði komið Frökkum yfir, einnig með marki af vítapunktinum. Lewandowski þurfti þó tvær tilraunir til að skora úr sinni spyrnu. Frakkar urðu að sætta sig við 2. sætið í D-riðli eftir 1-1 jafntefli við Pólverja. Bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. 🇫🇷Mbappe var með grímuna og skoraði fyrsta EM-markið sitt og Lewandowski fékk tvær tilraunir til að skora úr sínu víti fyrir Pólverja🇵🇱 pic.twitter.com/xHEoGiqzi0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Jafntefli Frakklands og Póllands þýddi það aðbæði Austurríki og Holland gátu tryggt sér toppsæti riðilsins. Austurríkismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 sigur í leik þar sem liðið komst yfir í þrígang. Donyell Malen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks áður en Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Hollendinga í upphafi síðari hálfleiks. Romano Schmid kom Austurríki yfir á nýjan leik á 59. mínútu, en Memphis Depay jafnaði metin fyrir Hollendinga á 75. mínútu. Fimm mínútum síðar tryggði Marcel Sabitzer Austurríkismönnum þó 3-2 sigur og sigur í riðlinum um leið. Alvöru dramatík þegar Austurríkismenn🇦🇹 tryggðu sér óvænt toppsætið í D-riðli með 3-2 sigri á Hollandi🇳🇱 Við sjáum mörkin⚽️📺 pic.twitter.com/BTNz5yG0UK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Í kvöldleikjunum í C-riðli voru hins vegar engin mörk skoruð. England tryggði sér efsta sæti riðilsins með markalausu jafntefli gegn Slóvenum og Danir og Serbar gerðu einnig markalaust jafntefli. Danir elta Englendinga upp úr riðlinum og Slóvenar einnig sem eitt af fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti. Serbar sitja þó eftir með sárt ennið.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira