Tyrkir lögðu Tékka og komust á­fram eftir grimmdarlegan leik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Cenk Tosun skoraði sigurmark Tyrkja á fjórðu mínútu uppbótartíma.
Cenk Tosun skoraði sigurmark Tyrkja á fjórðu mínútu uppbótartíma. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images

Tyrkland vann 2-1 gegn Tékklandi í lokaleik F-riðils Evrópumótsins. Fjöldi spjalda leit dagsins ljós í þessum hörkuleik.

Tékkar misstu mann af velli strax á 20. mínútu þegar Antonín Barak fékk að líta sitt annað gula spjald. Fyrra spjaldið fékk hann á 11. mínútu fyrir gróft peysutog, seinna spjaldið kom svo eftir að hafa traðkað fast á einum Tyrkjanum.

Tyrkir tóku forystuna svo á 51. mínútu eftir að hafa legið í stórsókn. Nokkur skot þurfti til en á endanum var það Hakan Çalhanoğlu sem smellhitti boltann með ristinni og hann söng í netinu.

Tékkland jafnaði fimmtán mínútum síðar. Robin Hranac gaf boltann fyrir, markmaður Tyrkja hoppaði upp og virtist hafa hann en svo var ekki. Tomas Soucek var graðastur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Tyrkir heimtuðu brot fyrir markmanninn en markið fékk að standa eftir myndbandsskoðun.

Leikurinn jafn og afar spennandi, harkan ekki lítil og fjöldi spjalda fór á loft. 

Bæði lið sóttu til sigurs en það var Tyrkland sem skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Varamaðurinn Cenk Tosun kláraði færi sem Orkan Kökcu lagði upp. 

Eftir leik hratt svo af stað atburðarás þar sem allir virtust bandbrjálaðir hvor út í annan. Þrír Tyrkir fengu að líta gult spjald, líkt og Tékkinn Tomas Soucek, samlandi hans Thomas Chory fékk svo rautt fyrir sinn þátt í málinu. 

Átök eftir leik.Julian Finney/Getty Images

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira