Georgía gekk frá Portúgal og fer í 16-liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júní 2024 21:00 Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir snemma leiks. Ian MacNicol/Getty Images Georgía vann óvæntan 2-0 sigur gegn Portúgal og er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Þrátt fyrir tapið í kvöld vann Portúgal riðilinn. Strax á 2. mínútu missti Portúgal boltann á miðsvæðinu og Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir eftir stungusendingu Georges Mikautadze. „Kvaradona“ opnaði vinkilinn og kláraði færið vel, niður í fjærhornið. Leikurinn var virkilega fjörugur og bauð upp á mörg færi en hvorugu liði tókst að setja boltann í netið það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Það gerðist svo á 57. mínútu þegar Portúgalinn Antonio Silva braut af sér í eigin vítateig og gaf Georgíu víti. Georges Mikautadze steig á punktinn og skoraði þrátt fyrir að markmaðurinn hefði farið í rétt horn. Eftir að hafa tekið tveggja marka forystu lagðist Georgía eðlilega aðeins til baka. Portúgalir sóttu og fengu fín færi en uppskáru ekkert mark. Lokaniðurstaða 2-0 og Georgía er komið áfram í 16-liða úrslit, líkt og Portúgal sem vann F-riðilinn þrátt fyrir að hafa tapað leik kvöldsins. Þar mun Georgía mæta Spáni og Portúgal mæta Slóveníu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi
Georgía vann óvæntan 2-0 sigur gegn Portúgal og er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Þrátt fyrir tapið í kvöld vann Portúgal riðilinn. Strax á 2. mínútu missti Portúgal boltann á miðsvæðinu og Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir eftir stungusendingu Georges Mikautadze. „Kvaradona“ opnaði vinkilinn og kláraði færið vel, niður í fjærhornið. Leikurinn var virkilega fjörugur og bauð upp á mörg færi en hvorugu liði tókst að setja boltann í netið það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Það gerðist svo á 57. mínútu þegar Portúgalinn Antonio Silva braut af sér í eigin vítateig og gaf Georgíu víti. Georges Mikautadze steig á punktinn og skoraði þrátt fyrir að markmaðurinn hefði farið í rétt horn. Eftir að hafa tekið tveggja marka forystu lagðist Georgía eðlilega aðeins til baka. Portúgalir sóttu og fengu fín færi en uppskáru ekkert mark. Lokaniðurstaða 2-0 og Georgía er komið áfram í 16-liða úrslit, líkt og Portúgal sem vann F-riðilinn þrátt fyrir að hafa tapað leik kvöldsins. Þar mun Georgía mæta Spáni og Portúgal mæta Slóveníu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti