Fótbolti

Barnabás Varga laus af spítala og kominn heim eftir að­gerðina

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Barnabás Varga er kominn í faðm fjölskyldunnar í Ungverjalandi.
Barnabás Varga er kominn í faðm fjölskyldunnar í Ungverjalandi. X / @fradi_hu

Ungverski framherjinn Barnabás Varga er laus af spítala eftir aðgerð vegna kinnbeinsbrots sem hann varð fyrir í leik gegn Skotlandi síðasta sunnudag. Hann er nú kominn heim til fjölskyldunnar í Ungverjalandi.

Atvikið átti sér stað eftir um sjötíu mínútna leik þegar Varga lenti í samstuði við skoska markmanninn Angus Gunn.

Dómari leiksins kallar á sjúkraliða, Varga liggur meðvitundarlaus á vellinumvísir/Getty

Varga var fluttur af velli með sjúkrabörum og lagður inn á spítala í kjölfarið. Þar hefur hann verið undanfarna daga og gekkst undir aðgerð á mánudag.

Liðsfélagar hans í ungverska landsliðinu brugðust vel við, þá sérstaklega fyrirliðinn Dominik Szoboszlai sem sótti sjálfur sjúkraliða. Liðsfélagarnir heimsóttu hann svo í gær.

Þjálfarateymi og landsliðsmenn Ungverjalands heimsóttu Varga eftir aðgerðina.X / @MLSZhivatalos

Varga losnaði af spítala í morgun og ferðaðist strax aftur heim til Ungverjalands þar sem hann mun jafna sig. Hann mun ekki taka meira þátt á mótinu.

Ungverjaland á enn möguleika á því að komast í 16-liða úrslit. Það sem þeir þurfa að treysta á er að Tékkland nái ekki í stig í kvöld gegn Tyrklandi.


Tengdar fréttir

Varga kinnbeinsbrotinn en líðan hans stöðug

Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Ungverjalands og Skotlands fyrr í kvöld þegar Barnabas Varga lenti í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skotlands.

UEFA svarar gagnrýni vegna seinagangs

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur svarað gagnrýni varðandi hversu langan tíma það tók að koma börum og aðstoð til Barnabás Varga eftir að hann meiddist illa í leik Ungverjalands og Skotlands á EM karla í knattspyrnu í gær, sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×