Eftir nokkra reikistefnu er ljóst að Erik ten Hag verður áfram við stjórnvölinn hjá United. Þjálfarateymi hans hjá félaginu tekur þó einhverjum breytingum.
Ruud van Nistelrooy, sem skoraði 150 mörk fyrir United á árunum 2001-06, á í viðræðum við að koma inn í þjálfarateymi Ten Hags og sömu sögu er að segja af René Hake, þjálfara Go Ahead Eagles. Fótboltavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá.
🚨🔴 EXCLUSIVE: Man United plan to add Go Ahead Eagles manager René Hake to new coaching staff for next season.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 27, 2024
Hake and Ruud van Nistelrooy expected to be new additions to Erik ten Hag’s staff.
Club side confident and ready to get new contract signed for ten Hag ➕ new staff. pic.twitter.com/3CHxhlOl6u
Hake hefur stýrt Go Ahead Eagles undanfarin tvö tímabil. Með liðinu leikur íslenski landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson.
Go Ahead Eagles endaði í 11. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2022-23 og því níunda á síðasta tímabili.
Hake hefur einnig stýrt Emmen, Twente, Cambuur og Utrecht. Ten Hag stýrði einnig Go Ahead Eagles og Utrecht.